Sumarið er tíminn...

fyrir allt annað en blogg!

 

Eins og sést hef ég ekki bloggað síðan 7. júlí sl. enda hef ég komist að því að sumarið er tími fyrir allt annað en blogg!  Á sumrin vill maður eyða frístundum með fjölskyldunni, fara út að hjóla, í sund, ferðarlög o.s.frv. 

Ég er reyndar ekki búinn að fá ýkja mikið frí þetta árið.  Náði þó að fara til Vestmannaeyja, og vikuferð til Krítar og stundum að njóta góða veðursins með litla stráknum mínum.  Sumarið hefur  nátttúrulega verið alveg með eindæmum gott.

Þá hefur pólitíkin að sjálfsögðu verið róleg og lítið að gerast í henni.  Maður styður að sjálfsögðu hina nýju ríkisstjórn og er fullur eftirvæntingar um frammistöðu hennar.  Ég hef trú á því að þessi ríkisstjórn eigi eftir að reynast okkur vel, en tíminn einn mun auðvitað leiða það í ljós 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sumarið er tíminn.... þegar mér líður best......

.... með stúlkunni minni .... upp við Arnarhól.....lalallalalalallal.....

Adda (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 16:45

2 identicon

Mér sýnist nú þú aðalega vera í því að hjóla niður í móti hahahahahahahahahah......

samúel (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 16:48

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Ertu kominn með mótorhjólapróf - það er varla að ég trúi þér að þú sért farinn að hjóla á reiðhjóli

Óttarr Makuch, 25.8.2007 kl. 21:12

4 identicon

góður punktur hjá óttari. Við ættum við ættum kannski að fá okkur í sameiningu mótorhjól með hliðarvagni og búkka kv sammi

samuel sig (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 22:03

5 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Já, það vill nú svo ótrúlega til Óttar og Samúel að ég hef svolítið verið að hjóla á reiðhjóli í sumar!  Sést kannski ekki á vaxtalaginu, en hver veit nema bót verði á því!

Egill Rúnar Sigurðsson, 27.8.2007 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband