Fylgismenn stjórnarandstöðunnar væntanlega ekki sáttir.

Ríkisstjórnin utan við Bessastaði.Ég hefði reyndar búist við að fleiri væru sáttir við ráðherravalið, sértaklega hjá mínum flokki, Samfylkingunni, þar sem ánægan var að vísu ívið meiri en með ráðherraval Sjálfstæðisflokksins.  Hins vegar finnst mér það nánast gefa auga leið að þeir sem ekki styðja ríkisstjórninna, sem að vísu eru ekki margir eða um 30%, séu ekki ánægðir með ráðherravalið. 

Held þó að mínir menn megi þó nokkuð vel við una þrátt fyrir allt, þar sem 80% fylgismanna flokksins segjast sáttir við ráðherravalið, auðvitað er alltaf einhver ósáttur. 


mbl.is Innan við helmingur landsmanna sáttur við ráðherraval
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Þessar skoðanakannanir eru nú svona og svona. Menn eru óánægði með einhvern ráðherrann en 83% eru ánægðir með ríkisstjórnina. Það fer sem sagt allt eftir hvernig spurningin er orðuð.

Jón Sigurgeirsson , 6.7.2007 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband