Er tími kommúnismans í nánd?

Karl MarxEkki er ólíklegt að kommúnisminn nái sér aftur á strik, vegna efnahagsástandsins og hrun kaptítalismans að margra mati.  Það var nú ansi mikið til í því sem hann hafði að segja um kapítalismann karlinn.

En því miður hefur komúnisminn engar lausnir að mínu mati, er m.a. í mótsögn við eðli mannsins, menn sætta sig hreinlega ekki við það að vera algjörlega jafnir, leitast alltaf við að gera betur en nágranninn.


mbl.is Auðmagnið selst vel í kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er heldur ekki í eðli mannsins að standa sífellt vörð um sína sérhagsmuni, hvað þá að stunda verðbréfabrask.  Það eru nokkrir sem hafa það reyndar í sér og það eru þeir, auk þeirra sem fá fúlgur fjár í arf, sem blómstra í núverandi kerfi.  Aðrir svíða.

Kerfið umbunar mjög þröngu sviði hæfileika.  Sú umbun er reyndar rífleg og þeir sem hana hljóta dreifa henni eftir eigin höfði um samfélagið.  Með þeim hætti dreifist sú umbun sem listamenn, sérfræðingar og fólk í ferðaþjónustu fær, svo einhverir séu nefndir, þ.e.a.s. hirðfíflin, ráðgjafarnir og þjónustufólkið.

En ég er reyndar sammála.  Kommúnismi er ekki framtíðin.  Hann er fortíðin ásamt kapítalismanum.

Marx (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 13:53

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Í mótstöðu við eðli mannsins? Það er nú bara ekki rétt. Látið ekki öfugspor, áróður og mistök tuttugustu aldar blekkja ykkur.

Vésteinn Valgarðsson, 17.10.2008 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband