Brýnasta málið í stjórnmálum í dag er aðildarumsókn að ESB!

Að mínu mati er brýnasta málið í stjórnmálum í dag að sækja um aðild að ESB!  Gjaldmiðillinn okkar, krónan er algjörlega búin og er handónýtur gjaldmiðill.  Þá er orðspor okkar á alþjóðavísu rúið trausti og flæði erlends fármagns inn í landið við það að stöðvast með öllu.  Þá eru háir vextir að drepa bæði fyrirtækin og heimilin í landinu.

Þetta getum við mest allt lagað, bara með því einu að sækja um aðild að ESB! Með því myndum við róa erlenda kröfuhafa og auka mjög tiltrú og traust alþjóðasamfélagsins á okkur! Málið er einfaldlega þannig í mínum huga að við höfum allt að vinna og engu að tapa!  Við hvað eru menn hræddir?!  Það er engu líkara en að andstæðingar aðildarumsóknar óttist dóm þjóðarinnar. Af hverju ekki að sækja um, sjá hverju við náum fram og leyfa þjóðinni síðan að ákveða hvort að við gerumst aðilar eða ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Míkið er ég hjartanlega sammála þér um þetta allt saman. Ég er ekki mikið að velta fyrir mér hvaða ástæður eru  fyrir andstöðu við aðild. Hátt er talað um fullveldi og sjálfstæði sem við mundum glata.  Mér finnst frekar lítið fara fyrir hvoru tveggja nú um stundir hér hjá okkur, mundum heimta það til baka með aðild.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.4.2009 kl. 00:39

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mér sýnist umræðan núna sýna að menn eru að sjá kjarnann í vanda okkar.

Kveðjur.

Jón Halldór Guðmundsson, 7.4.2009 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband