Mínir menn í Liverpool voru mjög heppnir með dráttinn í 8 liða úrslitum meistaradeildar Evrópu, en þeir mæta PSV Eindhofen. Þeir verða að sjálfsögðu að varast vanmat en ég hef fulla trú á því að þeir komist áfram í fjögurra liða úsrslitin. Þá eiga mínir menn hæglega að geta unnið bæði Chelsea og Man. United í framhaldinu. Þeir unnu jú Chelsea í síðasta leik í ensku úrvalsdeildinni og voru miklu betri en Man. United í síðasta leik, þó að United tækist að ,,stela" sigrinum á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Aldrei gleyma stórveldinu Liverpool! Í ár fara þeir a.m.k. í úrslitaleikinn, ég er í það minnsta illa svikin ef svo verður ekki! Áfram Liverpool!
Chelsea og Manchester United sigurstranglegust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 10.3.2007 | 02:03 (breytt 11.3.2007 kl. 00:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mjög ánægjulegt að lögreglan skuli loksins vera farin að taka á þessum málum. Því miður er allt of algengt að ekki sé nægilega vel gengið frá farmi á vörufluttningabílum, einkum þó vörubifreiðum með eftirvagn (trailer). Stórhætta getur t.a.m. skapast af lausum farmi fyrir aðra vegfarendur. Lögregla og umferðareftilitsmenn hafa ekki verið nærri nógu duglegir að taka á þessum málum fram að þessu, en batnandi mönnum er best að lifa.
Vöruflutningabílar með ótryggan farm kyrrsettir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.3.2007 | 03:56 (breytt kl. 03:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er auðvitað alveg rétt hjá Össuri Skarphéðinssyni að stjórnarflokkarnir gerðu stjórnarskrána að pólitísku bitbeini í illdeilum sín á milli. Þar með braut hún þær hefðbundnu samskiptareglur sem verið hafa við lýði þegar jafn mikilvægt plagg og Stjórnarskrá Íslenska Lýðveldisins er annars vegar. Stjórnarskráin á auðvitað að vera hafin yfir flokkspólitísk átök!
Hver er svo niðurstaðan af öllu þessu sjónarspili og upphlaupum Framsóknarmanna, jú merkingarlaust ákvæði í stjórnarskrá, sem Sjáfstæðismenn sjálfir viðurkenna að sé einmitt það, merkingarlaust! Sjálfstæðismenn gerðu það sem sagt fyrir Framsóknarmenn, til að koma í veg fyrir að vera hent út úr ríkisstjórn að setja merkingarlaust ákvæði um ,,auðlindir í þjóðareign" í stjórnarskránna!
Merkingarleysi auðlindaákvæðisins kemur m.a. fram í texta formannana um að þetta eigi ekki að geta haggað afnotaréttindum, t.d. fiskveiðum á grundvelli veiðiheimilda þ.a. í raun breytist ekki neitt! Þvílík sýndarmennska og vitleysa.
Össur: Stjórnarskráin pólitískt bitbein stjórnarflokkanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 8.3.2007 | 21:17 (breytt 9.3.2007 kl. 03:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mínir menn í Liverpool verðskulda það fyllilega að vera komnir í 8 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liverpool hafði yfirburði í fyrri hálfleik og staðan hefði hæglega geta verið 3-0 þegar hann var flautaður af. Seinni hálfleikurinn var hins vegar aðeins erfiðari. Gaman var að sjá Eið skora fyrir Barcelona á 75 mínútu þó það væri gegn mínu liði. En mínúturnar eftir markið voru hins vegar mjög taugatrekkjandi! En Liverpool vann verðskuldaðan sigur úr þessum tveimur viðureignum. Nú fara mínir menn alla leið og enturtaka leikinn frá 2005! Til hamingju Púllarar!
Sigurmark Eiðs Smára ekki nóg fyrir Barcelona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 7.3.2007 | 00:33 (breytt 11.3.2007 kl. 00:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í hádegisviðtalinu á Stöð 2, við Árna Mathiesen frjármálaráðherra, kom fram að hann vill áframhaldandi stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og bætist Árni þar með í hóp þeirra stjórnarliða sem hafa lýst þessu afdráttarlaust yfir. Áður höfðu t.a.m. Halldór Blöndal og Valgerður Sverrisdóttir gert slíkt hið sama. þá hefur formaður flokksins gefið það sterkt í skyn að engin ástæða sé til annars en að halda samstarfinu áfram fái flokkarnir til þess meirihluta.
Þetta staðfestir það sem ég hef áður sagt í bloggi mínu, að ef þú kýst Framsókn þá færðu Sjálfstæðisflokk og öfugt, ef þú kýst Sjálfstæðisflokk þá færð þú Framsókn. Minnir mig reyndar á ummæli nafna míns Helgasonar: ,,Alveg sama hvað þú kýst þú endar alltaf með því að kjósa Finn Ingólfsson"! Ég hef talað um 2 fyrir 1 í þessu sambandi og sumir hafa kallað það lélegan brandara, en er það svo? Ég held ekki. Þannig að kjósandi góður, ef þú villt ekki áframhaldandi stjórn kýstu hvorugan þessara flokka.
Eins og marka má af þessum skoðunum mínum er það ljóst að ég tel það ekki klókt hjá þessum flokkum að líma sig svona hvor við annan en ég sem pólitískur andstæðingur þeirra hlít að fagna þessu og alltaf betra að fá skýrari vígalínur í pólitíkina. Ég hef lengi sagt að til bóta væri að fólk vissi nokkurn veginn hvernig ríkisstjórn það væri að kjósa.
Hvað vilja Sjálfstæðismanna til áframhaldandi stjórnarsamstarfs við Framsókn varðar þá er vissulega ekki einhugur um það þó að fylgismenn þess hafi yfirhöndina. Ég þekki nokkra Sjálfstæðismenn sem ekki vilja áframhaldandi samstarf við Framsókn, spurning hvað þeir eru margir.
Stjórnmál og samfélag | 6.3.2007 | 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Svona hegðun er algerlega ófyrirgefanleg og fyllir mann ósjálfrátt mikilli reiði. Það er í raun erfitt að skilja svona framkomu. Maður gæti best haldið að manneskja sem hagar sér svona sé gjörsneidd mannlegum tilfinningum eða hreinlega siðblind með öllu.
Ég vil þó leyfa mér að vona að svo sé ekki og viðkomandi gefi sig fram. Sannleikurinn er sagna bestur. Fólk með svona hluti á samviskunni sefur varla vel á nóttinni.
Ók á 8 ára dreng og fór af vettvangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.3.2007 | 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það er alltaf jafn sárt þegar maður heyrir af banaslysum í umferðinni sem annarsstaðar. Því miður voru það ekki nema tveir mánuðir sem við fengum að upplifa án banaslysa í umferðinni að þessu sinni.
Ég votta aðstandendum mannsins samúðar og vona svo innilega að við munum taka okkur verulega á í umferðaröryggismálum og fækka og helst útrýma banaslysum í umferðinni.
Banaslys í Hörgárdal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 4.3.2007 | 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fjörugar umræður voru í Silfri Egils áðan þar sem mætt voru þau Guðmundur Steingrímsson Samfylkingarmaður, Sóley Tómasdóttir frá VG, Jónína Bjartmas frá Framsókn og Sigurður Kári Kristjánsson frá Sjálfstæðisflokknum.
Deilt var um hinar afspyrnu vitlausu hugmyndir Steingríms J. um netlögreglu, þar sem Sóley taldi að snúið hefði verið út úr þeim og reyndi að fegra hugmyndir Steingríms sem von er. Þá barst talið nánar að klámi og skilgreiningu á því og vildi Sóley að við þyrftum að skilgreina klám og koma síðan í veg fyrir að við gætum nálgast það á netinu. Auðvitað eigum við að gera það sem við getum til að koma í veg fyrir klám og fylgifisk þess sem er ógeðfeldur, klám er jú bannað á Íslandi.
Hins vegar er ég algerlega sammála Guðmundi Steingrímssyni að klám sé ekki ávallt kynferðisleg misnotkun, eins og Sóley hélt fram, það er að samasemmerki mætti setja á milli kláms og kynferðislegrar misnotkunar. Þvílíkt bull! Á þetta get ég ekki fallist. Mér finnst þetta því miður vera enn ein vísbendin um ,,öfgafulla" stefnu VG í ýmsum málum.
Þá þykja mér það stórtíðindi að Sigurður Kári Kristjánsson taldi að Sif Friðleifsdóttir ætti að segja af sér vegna ummæla sinna um að slíta ætti stjórnarsamstarfinu ef Sjálfstæðismenn samþykktu ekki að setja ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum í stjórnarskrá. Greinilegt að verulega er að slettast upp á vinskapin þar.
Stjórnmál og samfélag | 4.3.2007 | 13:50 (breytt kl. 23:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þær eru satt að segja hlægilegar þessar örvæntingafullu tilraunir Framsóknarmanna til að aðgreina sig frá Sjálfstæðisflokknum og búa til einhvern ágreining við hann nú ,,korteri fyrir kosningar". Ég get ekki ímyndað mér að nokkur falli fyrir þessari gömlu og úrsérgengnu taktík.
Hins vegar fagna ég því út af fyrir sig ef Framsókarmenn ætla að halda þessu til streitu og slíta stjórnarsamstarfinu, ef ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum verður ekki tekið inn í stjórnarskrá áður en þingi verður slitið.
Einhvern veginn hefur Framsókn tekist kosningar eftir kosningar að slá ryki í augu almennings og telja fólk trú um að hann sé flokkur sem aðhyllist manngildis og félagshyggjustefnu og lofað bót og betrun. En ekki meir, ekki meir! Það er ekki endalaust hægt að hafa fólk að fíflum. Frammarararnir björguðu sér tvisvar í röð frá falli í deildinni en í þriðja skiptið tókst það ekki. Eins verður það með Framsóknarflokkinn!
p.s. Alveg er t.d. dæmalaust að sjá hinn hressa Björn Inga haga sér eins og flokkur hans hafi aldrei komið nálægt stjórn Reykjavíkurborgar. Hann tekur fullan þátt í gagnrýni á R-listann og fyrrir sig allri ábyrgð á verkum hans, þó Framsókn hafi átt aðild að honum og í raun ráðið þar allt of miklu miðað við stærð eins og er svo algengt hjá Framsókn. Stærsti galli R-listans var Framsóknarflokkurinn og verk hans þar! Nei, nú hvílum við Framsókn!
Núningur og kurr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 3.3.2007 | 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jákvæðu fréttirnar í þessari könnun eru þær að enn staðfestist það að ríkisstjórnin sé fallinn, enda flest allir orðnir dauðþreyttir á henni eftir 12 ára þreytta valdasetu. Held að það sé nokkuð ljóst að hún muni ekki ná meirihluta. Önnur jákvæð tíðindi úr könnuninni eru að Sjálfstæðisflokkurinn er í sögulegu lágmarki, 36% fylgi hans í aðdraganda kosninga er ekki gott að teknu tilliti til þess að venjulega hefur hann verið að mælast í kringum 40% við þær aðstæður. Hann hefur ævinlega fengið 3-5% minna í kosningum en í skoðanakönnunum, sem þýðir að hann sé að nálgast 30%, sem yrði ein lakasta útkoma frá stofnun flokksins.
Neikvæðu fréttirnar eru hins vegar þær að Samfylkingin fær ekki nema 22,5% og mælist minni en VG, sem ennþá er á miklu flugi. Ég er þess þó fullviss að þetta muni lagast er nær dregur kosningum. Ég er sannfærður um að frjálslynd jafnaðarstefna Samfylkingarinnar á miklu fylgi að fagna meðal þjóðarinnar. Þá hef ég enga trú á því að Sósaíalíski vinstri flokkurinn á Íslandi (VG) muni halda þessu fylgi. Ég græt það hins vegar ekki að þeir fái gott fylgi ef það er það sem þarf til að koma stjórninni frá. Nýja ríkisstjórn í maí takk!
VG með meira fylgi en Samfylking | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 1.3.2007 | 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
Tenglar
Liðið mitt
Liverpool
Stjórnmál
- Egill Helgason
- Stefán Jón Hafstein
- Helgi Hjörvar
- Björgvin G. Sigurðsson
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Silfur Egils
- Össur Skarphéðinsson
- Ungir jafnaðarmenn
- Samfylkingin
Alþingi og ríkisstofnanir
Fjölmiðlar
Visir.is
Bloggvinir
- Dofri Hermannsson
- Magnús Már Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Gunnar Björnsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Jón Sigurgeirsson
- Sveinn Arnarsson
- TómasHa
- Árni Þór Sigurðsson
- Tómas Þóroddsson
- Óttarr Makuch
- Nýkratar
- Ómar Ragnarsson
- Lára Stefánsdóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Hlynur Halldórsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Óskar Leví Gíslason
- Alma Joensen
- Guðfinnur Sveinsson
- Agnar Freyr Helgason
- Stefán Þórsson
- Killer Joe
- Haukur Nikulásson
- Snorri Bergz
- Jón Steinar Ragnarsson
- Ársæll Níelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Hreinn Hreinsson
- Stjórnmál
- íd
- Jón Þór Ólafsson
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Bleika Eldingin
- Egill Jóhannsson
- Hrólfur Guðmundsson
- Ellý Ármannsdóttir
- Hákon Baldur Hafsteinsson
- Vefritid
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- perla voff voff
- gudni.is
- Jón Halldór Guðmundsson
- Alfreð Símonarson
- Guðjón Baldursson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Óskar Þorkelsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Fannar frá Rifi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Kjartan Jónsson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar