Innan skekkjumarka? Hef ekki trú á uppsveiflu D lista.

Svarhlutfall þessarar könnunar var lágt, aðeins um 61%, sem þýðir að skekkjumörk eru mikil.  Ég sé enga ástæðu fyrir hugsanlegri uppsveifli Sjálfstæðisflokksins nú. Málalok auðlindamálsins voru t.a.m. ekki komin fram þegar þessi könnun er tekin.  Sjálfstæðisflokkurinn gæti þó hugsanlega hagnast eitthvað á þeim málalokum.  Framsóknarflokkurinn sýnist mér hins vegar þurfa að hafa miklar áhyggjur, að fá rúm 6% nú áður en sneypuförin var staðfest! 

Hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar, þá er ég hissa á að hann skuli ekki verða fyrir harðri gagnrýni frá "sönnum hægrimönnum".  Ef ég væri hægri maður væri ég verulega svekktur yfir því að þeir skuli koma í veg fyrir að öflug íslensk fyrirtæki í útrás fái að gera upp í evrum ef þau svo kjósa. Ef ég væri hægri maður væri ég óhress með að flokkurinn minn og stofnanir honum tengdar (Morgunblaðið) hötuðust út í Hæstarétt landsins.  Ef ég væri hægri maður myndi ég ekki sætta mig við það að flokkurinn minn væri í hatursherferð gegn stóru fyrirtæki (Baugi) og nafngreindum einstaklingum.  Ef ég væri hægri maður væri ér ósáttur við að öfl innan flökksins hötuðust við forseta Íslands. Svona gæti ég haldið lengi áfram. En ég er ekki hægri maður og þetta er ekki flokkurinn minn, en samt er ég mjög óhress með þetta.  Ég gæti haldið áfram upptalningunni en læt þetta duga að sinni.

Hvað Samfylkinguna og gengi hennar varðar, er það alveg ljóst í mínum huga að "ófarir" hennar má skrifa mikið á reikning Sjálfstæðisflokksins.  Í fyrsta lagi hafa þeir ávallt talað vel um VG, klappað þeim eins og kjölturakka og hælt fyrir stefnufestu í því skyni að koma í veg fyrir þeirra stærstu martröð; að til verði öflugur jafnaðarmannaflokkur að norrænni fyrirmynd, sem myndi jafnvelt velta þeim úr sessi, sem stærsta flokki þjóðarinnar.  Flokkurinn gæti þá ekki deilt lengur og drottnað í íslensku flokkakerfi og kippt hverjum þeim sem hann vill uppí með sér eftir hentugleikum. 

Sjálfstæðismenn hatast ekki jafnmikið við neinn eins og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur formann Samfylkingarinnar.  Ástæðan er sú að hún ,"tók" djásnið frá þeim, Reykjavíkurborg höfuðvígi flokksins og kjarninn í valdakerfi þeirra.  Þeir þurftu að lúta í gras fyrir henni í þremur kosningum í röð. Þess vegna hafa þeir lagt allan sinn þunga í að rífa hana niður sem stjórnmálamann og hefur greinilega orðið nokkuð ágengt. Ég mun fjalla meira um þau mál síðar.

 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst mikið frá síðustu könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagnaðarefni ef einkasala ríkisins á léttu víni verður afnumin.

RauðvínAð mínu viti er það fagnaðarefni ef einkasala Á.T.V.R. á léttu víni og bjór verður afnumin.  Engin ástæða er til þess að við séum öðruvísi en aðrar þjóðir hvað þetta varðar.  Útlit er fyrir að Alþingi fái loksins tækifæri til að greiða atkvæði um þetta mál.

Ég tel að ef þessar breytingar verða að veruleika þá muni vínmenning landans batna og við lærum að umgangast vín með öðrum og betri hætti en við gerum nú.

 


mbl.is Allsherjarnefnd afgreiddi frumvarp um afnám einkasölu ríkisins á léttvíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurlægingin er Framsóknar!

En á ný þurfti Framsóknarflokkurinn að lúta í lægra haldi fyrir Sjálfstæðisflokknum í þessu máli eins og flestum ef ekki öllum deilum þeirra í millum, sem eins og Össur sagði réttilega, vann fullnaðarsigur.  Það að stjórnarandstaðan hafi gengið á bak orða sinna er einfaldlega rangt og út í hött að reyna að klína þessu klúðri upp á hana! 

Stjórnarandstaðan var öll að vilja gerð til að leysa málið og taldi ekki fullreynt með það.  Hún bauð upp á það að festa ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum í stjórnarskrá, sem byggði á vinnu auðlindanefndar, þar sem ákvæðið hefði einhverja merkingu en yrði ekki tilefni endalausra deilna og óvissu um merkingu og í raun merkingarlaust hefðu stjórnarflokkarnir fengið að ráða. Betur var því heima setið en af stað farið.

Eftir stóryrtar yfirlýsingar, hótun um stjórnarslit ofl.  þurfa Framsóknarmenn að koma fram fyrir alþjóð með skottið á milli lappana enn eina ferðina, það liggur við að maður vorkenni þeim! Í ofanálag reyna þeir svo að klóra yfir eigin klúður með því að kenna stjórnarandstöðunni um!

Framsókn

 

 


mbl.is Jón Sigurðsson: Stjórnarandstaðan gekk á bak orða sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innilegar samúðarkveðjur.

SjóskaðiÉg votta aðstandendum Eiríks Þórðarsonar og Unnars Rafns Jóhannssonar innilegrar samúðar vegna hins sorlega fráfalls þeirra.

 

Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín. Guð leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.

Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt, sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.

Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér.
Því veit mér feta veginn þinn,
að verðir þú æ Drottinn minn.

Texti: Sr. Pétur Þórarinsson, prófastur í Laufási


mbl.is Fórust í sjóslysi í Ísafjarðardjúpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SS stjórnin gæti litið svona út:

Samstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks ef að yrði, gæti litið svona út (birt vegna áskorana, eins og ég vildi sjá hana, ef af yrði):

ISG Geir H. HaardeForsætisráðherra, ISG eða GHH

ISG Geir H. HaardeUtanríkisráðherra, ISG eða GHH

ÖssurFjármálaráðherraGuðfinnaUmhverfisráðherraGuðlaugurViðskiptaráðherra

ÞorgerðurDómsmálaráðherraKatrínMenntamálaráðherraKristján ÞórLandbúnaðarrh.

Jóhanna SigFélagsmálaráðherraÁsta MöllerHeilbrigðisráðherraÁgúst ÓlafurSamgönguráðh.

Guðbjartur HannessonSjávarútvegsráðherra

  Mjög ólíklegt að Sjálfstæðismenn myndu sætta sig við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir sem forsætisráðherra.  Best væri því að mínu mati að þau myndu sitja 2 ár hvort í þeim stóli á kjörtímabilinu. "SS stjórnin" er að sjálfsögðu smá grín.

 


Þæfa málið fram yfir kosningar!

SjávarútvegurRíkisstjórnin hefur engan áhuga á að efla atvinnulíf á Vestfjörðum, það hefur hún sýnt sl. 12 ár.  Kvótakerfið í núverandi mynd á án efa stærstan þátt í því að sjávarbyggðirnar á Vestfjörðum eru nánast í rjúkandi rúst. Þetta hefur Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn aldrei viðurkennt og munu sjálfsagt aldrei gera.  Þeir keppast hins vegar við að mæra þetta kerfi á alla lund.  Tilgangur þessarar nýskipuðu nefndar ríkisstjórnarinnar er því án efa sá að þæfa málið fram yfir kosningar.

Skoðanakönnun Blaðsin sýnir að almenningur er enn jafn ósáttur við þetta kerfi og áður.  70% landsmanna eru á móti kvótakerfinu skv. þessari könnun.  Það sem þjóðinni svíður sárast við fiskveiðstjórnunarkerfið er hið gífurlega óréttlæti sem fellst í því að fámennum hópi ,,sægreifa" var afhent auðlind okkar allra á silfurfati og tækifæri til að ráðstafa henni að vild, selja eða leigja. Þannig hefur myndast stétt leiguliða eða eins konar lénskerfi í sjávarútvegi.  Það mun því aldrei og ég endurtek aldrei verða sátt um frjálst framsal veiðiheimilda og kvótaleigu. Hér er um að ræða mesta óréttlæti í sögu íslenska lýðveldisins!

 

 

 

 


mbl.is Ríkisstjórn samþykkir að skipa nefnd vegna ástands atvinnumála á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mögulegir valkostir um næstu ríkisstjórn?

Ríkisstjórn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur: 

ISGForsætisráðherra

Steingrímur JUtanríkisrh.Jóhanna SigViðskiptaráðhr.Karín JakobsdóttirUmhverfisráðherra  

ÖssurFjármálaráðherraAtli GíslasonDómsmálaráðhr.Ágúst ÓlafurHeilbrigðisráðhr.

gu_fri_ur_lilja_gretarsdottirFélagsmálaráðhrBGSLandbúnaðarráðhrÖgmundurSamgönguráðhr.              

KatrínMenntamálaráðherraGuðmundur SvavarssonSjávarútvegsráðherra

                           

Ríkisstjórn Geirs H. Haarde:     

Nánast óbreytt gömul og þreytt ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Gamla Helmingaskiptastjórnin.              

    

                Geir H. HaardeJón SigurðssonBjörnGuðniMathiesenValgerðurKristján ÞórMagnusSturlaSifÞorgerðurEinar K   

                  

  Hér að ofan hef ég sett upp myndir af hugsanlegum ráðherrum, annars vegar í samstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna og hins vegar áframhaldandi stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.  Reyndar efast ég stórkostlega um að allir þessir Framsóknarráðherrar komist á þing, en hver veit, slysin gerast.  Ég efast ekki um hvora stjórnina ég kysi.  Að sjálfsögðu nýja og ferska ríkisstjórn undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir.  Að sjálfsögðu er ómögulegt að segja til um hvaða ráðherrar verða fyrir valinu, en þetta er að ég tel ein raunhæf hugmynd.                         

          

              

                  

 

 


Karíus og Baktus í Borgarleikhúsinu.

Karíus og BaktusFór með son minn sem er á 4. ári í Borgarleikhúsið í dag að sjá Karíus og Baktus.  Sýningin var mjög lifandi og skemmtileg og fín tónlist.  Í hugsunarleysi mínu hafði ég áður keypt smá nammi handa stráknum en sá fljótlega eftir því!  En strákurinn var alveg harður á því að fara beint heim eftir sýninguna og bursta tennurnar!  Þá var markmiði mínu náð, að fá stákinn til að verða áfjáðari í að hugsa um tennurnar.  Mæli með þessari sýningu við alla forelda með ung börn.


Táknmynd nútímans?

LífsgæðakapphlaupSkelfilegt að heyra af svona atviki.  Fyrir það fyrsta hefur lögreglan greinilega ekki verið að standa sig, fáránlegt að menn skyldu ekki leita af sér allan grun í íbúð konunar.  En það er nú ekki það versta, heldur það að engin ættingi eða vinur hafi hugað að blessaðri konunni. 

Því miður held ég að hinn vestræni heimur með hraða sínum og lífsgæðakapphlaupi stefni hraðbyri í þessa átt.  Fólk er orðið allt of upptekið af því að vinna nógu mikið til þess að geta keypt sér sumarbústað, jeppa og plasma eða LCD sjónvörp en gleymir að rækta fjölskyldutengslin, svo sem að sinna börnum og gamalmennum eða ættingjum og vinum.  Vona að við vöknum einhverntíman til vitundar að lífið sé annað og meira en botnlaus vinna og dauðir hlutir.


mbl.is Fannst á heimili sínu eftir að hafa verið týnd í fjögur ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hart var tekist á Silfrinu. Samhljómur VG og Sjálfstæðisflokks?

Árni PállÁrni Páll Árnason, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fór á kostum í Silfri Egils og gagnrýndi VG harðlega fyrir að taka höndum saman við Sjálfstæðisflokkinn gagnvart því að þrengja möguleika fyrirtækja eins og Straums Burðarás til að gera sín viðskipti upp í evrum.  En með reglugerð sem fjármálaráðherra setti nýverið og VG styður, er gengið lengra í að hefta viðskiptafrelsi að þessu leiti, en í nokkru öðru landi, sem við berum okkur saman við.  Þá höfðu Sjálfstæðisflokkur og VG nýverið komið með sameiginlega ályktum í evrópumálum, sem engum ætti svo sem að koma á óvart þar sem að ekki hefur slitnað á milli þeirra slefið þegar að afstöðu til Evrópusambandsins kemur.

Varðandi ástæður mikillar velgengni VG í skoðanakönnunum, þá benti Árni Páll réttilega á það að Sjálfstæðismenn, allt frá Davíð til dagsins í dag, hafa ekki gert annað en klappa VG eins og kjölturakka og hæla þeim stöðugt fyrir stefnufestu og eiga þar af leiðandi stóran þátt í þessari velgengni þeirra.  Þetta hafa þeir án efa gert til að reyna að eyðileggja möguleika Samfylkingarinnar til þess að verða það mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn sem hún hefur fulla burði til að vera og nauðsyn er á í okkar samfélagi.  Ekki er annað að sjá en þeim hafi orðið nokkuð ágengt.  Einnig tel ég ekki ólíklegt að Davíð, sem var framsýnn og slyngur stjórnmálamaður hafi horft fram á það að þegar Framsóknarflokkurinn  yrði ekki nothæfur lengur í stjórnarsamstarf yrði VG kippt inn í staðinn.  Það var í það minnsta augljóst á valdatíma Davíðs að Samfylkingin var eitur í hans beinum og engin teikn á lofti um að það hafi mikið breyst, þó að ég viti um marga óbreytta flokksmenn sem horfa frekar til Samfylkingar um stjórnarmyndun en VG.

Ég held að það væri hollt fyrir almenning og kjósendur að leiða aðeins hugann að því hvort að Sjálfstæðisflokkur og VG séu á leiðinni í ríkisstjórn saman og þá hvernig sú ríkisstjórn yrði.  Ég er þó ekki í neinum vafa um það að margir af hörðustu andstæðingum Sjálfstæðisflokksins er að finna á meðal fylgismanna VG, þ.a. það myndi sjálfsagt ekki verða samþykkt átakalaust.  En hvernig ríkisstjórn yrði þetta?  Ég er mjög smeykur um að þessir flokkar myndu draga fram allt það versta í fari hvors annars og við myndum þurfa að horfa upp á ríkisstjórn hafta, afturhalds á mjög mörgum sviðum.  Hins vegar tel ég að Samfylkingin sem er opin, lýðræðislegur og frjálslyndur jafnaðarmannaflokkur gæti dregið fram það besta í VG og slík stjórn yrði góð, þ.e. ef Samfylkingin fengi að leiða hana.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband