Fagnaðarefni ef einkasala ríkisins á léttu víni verður afnumin.

RauðvínAð mínu viti er það fagnaðarefni ef einkasala Á.T.V.R. á léttu víni og bjór verður afnumin.  Engin ástæða er til þess að við séum öðruvísi en aðrar þjóðir hvað þetta varðar.  Útlit er fyrir að Alþingi fái loksins tækifæri til að greiða atkvæði um þetta mál.

Ég tel að ef þessar breytingar verða að veruleika þá muni vínmenning landans batna og við lærum að umgangast vín með öðrum og betri hætti en við gerum nú.

 


mbl.is Allsherjarnefnd afgreiddi frumvarp um afnám einkasölu ríkisins á léttvíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já held reyndar að þetta fari ekki í gegn fyrr en Samfó komist til valda.

Tómas Þóroddsson, 16.3.2007 kl. 17:04

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Endilega Hallur!

Egill Rúnar Sigurðsson, 17.3.2007 kl. 12:18

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Enn og aftur sannast afturhaldssemi kommans Ögmundar í Vinstri grænum, maður lifandi hvað sumir geta verið þröngsýnir!  Sökum þess að hann hótaði að beita málþófi á alþingi og taka þingið í gislingu líkt og þið samfylkingarfólk hafið stundað að gera með þeim trekk í trekk, þá var málið ekki afgreitt!  Hvað er AÐ?  Þessi maður ætti auðvitað best heima í Kína eða Rússlandi þar myndi honum hugsanlega líða vel en þá eingöngu vegna stjórnunarhátta!

Óttarr Makuch, 18.3.2007 kl. 23:17

4 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Þínir menn falla enn í þá gryfju að kenna öðrum um að þeir nái ekki fram sínum málum! Eftir því sem Guðlaugur Þór sagði, var málið ekki tekið fyrir af ótta við málþóf, en ekki af því að málþófi hafi beinlínis verið hótað.  Hins vegar eru afturhaldsmenn í öllum flokkum, menn eins og Páll Péturson framsóknarmaður og fyrrverandi félagsmálaráðherra, sem var á sínum tíma á móti litasjónvarpi!!

Egill Rúnar Sigurðsson, 19.3.2007 kl. 10:39

5 Smámynd: Óttarr Makuch

Þetta mál þurfti því miður að víkja fyrir mikilvægari málum! Svo einfalt er það.  Það er hinsvegar ekki rétt að Ögmundur hafi ekki hótað málþófi því það gerði hann.  Það er auðvitað algjörlega ólíðandi að menn eins og hann geti leyft sér að halda Alþingi, landi og þjóð í gíslingu sér til ánægju og yndisauka!

Óttarr Makuch, 19.3.2007 kl. 23:27

6 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Ekki ætla ég að verja Ögmund!

Egill Rúnar Sigurðsson, 20.3.2007 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband