Höfum frítt í strætó! Tilraunarinnar virði.

StrætóÉg fagna þessari tillögu Samfylkingarinnar í borgarráði, að lækka staðgreiðslugjald í strætó niður í 100 kr. til að sporna gegn svifriksmengun.

Ég hefði reyndar viljað ganga lengra og hafa ókeypis í strætó í a.m.k. 1 ár til reynslu.  Ég efast ekki um að farþegafjöldi myndi stóraukast, eins og kom á daginn í Þórshöfn í Færeyjum þar sen þessi tilraun var gerð.  Mengun myndi stórminnka við þessar aðgerðir.


mbl.is Lagt til að fargjald í strætó lækki í 100 krónur í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðum að taka á þessum ökuníðingum!

Ég keyri Reykjanesbrautina reglulega og aksturslagið, sem að maður verður vitni að er stundum út fyrir öll velsæmismörk, bílar að fara hægra megin fram úr á ofsahraða og sleppa með naumindum við bíla á móti eftir framúrakstur o.s.fr. 

Nú verða lögregluyfirvöld að taka af sér silkihanskana og taka á þessum málum.  Vilji er allt sem þarf.  Ökumaður sem verður uppvís af því að aka á 155 km hraða á að mínum dómi að missa ökuréttindin ævilangt (sem að vísu eru bara þrjú ár í dag, þá getur hann sótt um náðun!) og spurning hvort ekki ætti að gera ökutækið upptækt og selja fyrir sektum.  Eitthvað verður í það minnsta að gera í þessum málum.

Hins vegar er spurning hvort að flokka eigi 121 km. hraða á Reykjanesbrautinni sem ofsaakstur.  Það er vissulega ofsaakstur í íbúðarhverfum, eða þar sem er 30 eða 50 km. hámarkshraði, en varla á Reykjanesbrautinni, a.m.k. ekki á tvöfölduninni þó að þar sé að vísu bara 90 km hámarkshraði. Get ímyndað mér að eftir að tvöföldunin hefur verið kláruð alla leið megi vel koma til álita að hækka hámarkshraða í 100-110 km hraða á brautinni.  Þyrfti að vísu að laga hana vel til fyrst, koma fyrir vegriði o.þ.h. En punktur minn hér að sá sem var á 155 km hraða er miklu sekari en hinn sem var á 121 km. hraða og munar þar miklu að mínu mati.


mbl.is Stöðvaður á 155 km hraða á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins!

Ef að Framsóknarflokkurinn er svarið

þá er spurningin heimskuleg!

 

Spurningarnar gætu t.d. verið eftirfarandi:

1.  Er ennþá til stóriðjuflokkur á Íslandi?

2.  Er til bitlingaflokkur á Íslandi?

3.  Er einhver flokkur í afneitun á eigin fylgistap?

4.  Vill einhver flokkur bara vinna með Sjálfstæðisflokknum?

5.  Er einhver flokkur sem heldur að hann verði örugglega í næstu ríkisstjórn?

6.  Gaf einhver flokkur vinum sínum ríkiseignir?

7.  Hefur einhver flokkur alltaf beygt sig fyrir Sjálfstæðisflokknum?

8.  Er einhver flokkur kominn mjög langt frá uppruna sínum?

Fleiri hugmyndir?!

 

Netlögregla?! Ég held ekki!

 1984Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, lýsti þeirri skoðun sinni í Silfri Egils að hann vildi koma á fót sérstakri netlögreglu, til þess að hindra aðgang að klámi og annarri óáran, á netinu. 

  Þessi hugmynd Steingríms er ein sú vitlausasta sem ég hef heyrt í stjórnmálum síðan að Guðrún Helgadóttir vildi koma á fót ríkisdagblaði!  Þá tel ég hana skylda fáránlegri hugmynd Björns Bjarnasonar um íslenska leyniþjónustu.

  Ef þetta ætti að vera mögulegt þyrftum við að setja upp sérstakar netsíur og værum við þá eina ríkið í heiminum sem gerðum slíkt fyrir utan Kína!  Ég held að mjög fáir vilji lifa við slíka forræðishyggju og lögregluríki eins og Steingrímur og áður Björn Bjarna eru að boða.  Þessar hugmyndir eru farnar að minna mig óþægilega mikið á mynd Georges Orwell 1984 um samfélag stóra bróðurs.


Rússnensk kosning hjá VG!

  SteingrímurSteingrímur J. og Katrín voru kosin rússneskri kosningu sem formaður og varaformaður hjá VG.  Atkvæðagreiðslan var framkvæmd með lófaklappi.  Hefði þó verið skemmtilegra að sjá fylgi þeirra í prósentutölum í leynilegri kosningu. 

  Steingrímur er öflugur stjórnmálamaður, mikill ræðuskörungur og fylginn sér.  Í rauninni sé ég engann annann sem gæti keppt við hann um formannsembættið innan VG.  Þá leyfi mér að efast mjög um það að VG væru á því flugi sem þeir eru í dag ef ekki væri fyrir Steingrím J.  Í mínum huga er hann Vinstri hreyfingin grænt framboð.

  Það er svo umhusunarvert að ef VG fær það fylgi sem þeir eru að mælast með þá komast margir gamlir allaballar inn á þing.  Er þá ekki komið ,,nýtt alþýðubandalag", skipað innsta kjarna gamla ,,flokkseigendafélagsins".  í mínum huga er margt af þessu fólki þjóðernissinnaðir íhaldsmenn sem hafa lítinn áhuga á framförum, nýsköpun og sókn atvinnulífsins. Ég efast hins vegar ekki um það að þeir munu standa sig vel og gera margt gott í velferðar og umhverfismálum komist þeir í stjórn.


mbl.is Steingrímur endurkjörinn formaður og Katrín varaformaður VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framleiðni mun aukast með styttingu vinnutíma.

   Ég fagna þessum hugmyndum Samfylkingarinnar um styttingu vinnuvikunar.  Því eins og kom fram hjá Ingibjörgu Sólrúnu vinnum við íslendingar þriðja lengsta vinnudaginn af OECD ríkjum.  Framleiðnin er hins vegar langtum minni hér en annars staðar, þar erum við í 19. sæti.

  Ég er ekki í vafa um það að stytting vinnuvikunar muni skila sér í aukinni framleiðni, þar sem vinnuálagið dregur án efa úr henni.  Annars þarf hugsanaháttur okkar að breytast þegar að kemur að þessum málum.  Allt of margir einblína um og of á það hveru mikið þeir geta unnið í því skyni að hafa sem mest laun.  Menn eiga frekar að gera kröfu um góð og mannsæmandi laun fyrir fulla dagvinnu. 


mbl.is Samfylkingin vill taka upp viðræður um að stytta vinnutíma í áföngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sápuóperan heldur áfram í Baugsmálinu!

 158. þáttur:  Dularfullt og nafnlaust bréf berst lykilmönnum Baugsmálsins.  Verjendur og sækendur hneykslast og lýsa yfir vonbrigðum.  Dómarar sagðir vera á mála hjá Baugi.  Einn dómari missti það út úr sér á fylleríi að hann vissi það fyr víst að Davíð ætti upptökin af Baugsmálinu.  Jón Sullenberg hafði nýlega neitað að upphaf baugsmálsins mætti rekja til þess að Jón Ásgeir reyndi við konu hans tveimur árum fyrr.  Hvað ætlast bréfritari fyrir og hver er tilgangurinn með því.  Verður þessum spurningum svarað í þættinum?  Hvað segir Davíð, mun hann tjá sig?  Var bréfið skrifað af bláu höndinni?

  Þvílíkur farsi sem þetta er að verða!  Hvað gerist næst?  Held reyndar að þessi sápa sé svipuð og Guiding Light (Leiðindaljós) það nennir varla nokkur maður orðið að fylgjast með þessu lengur!  En að öllu gamni slepptu þá er með þessu bréfi vegið að réttakerfinu í landinu og einstaka dómarar gerðir tortryggilegir.  Hvort að rétt hafi verið að blása upp bréf, ritað blárri og nafnlausri hendi, með þessum hætti í fjölmiðlum er hins vegar stór spurning.  Af hverju fór það ekki bara beint í ruslið þar sem það á heima!

rettarsalur                                                       Baugur


mbl.is Óskar eftir fundi vegna nafnlauss bréfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær sigur Liverpool á Barcelona!

Liverpool  Mínir  menn  í  Liverpool  unnu frábæran  sigur á Barcelona í kvöld    (1-2).  Það voru engir aðrir en sá sem beitti golfkylfunni og sá sem varð fyrir henni sem skoruðu! Bellami og Riise. Skemmtileg tilviljun.  Áttum þennan sigur virkilega skilið.  Seinni leikurinn gegn Barcelona verður því auðveldur fyrir mína menn, svo förum við alla leið og endurtökum leikinn frá 2005!


mbl.is Frækinn sigur Liverpool á Camp Nou
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slökkvilið Bíldudals síðast á staðinn!

 Treverkshus Þar sem ég á ættir að rekja til Bíldudals, fylgist ég vel með því sem þar gerist.  Leitt var að heyra af eldinum sem upp kom í tréverkshúsinu í dag.  Hins vegar fundust mér grátbroslegar þær fréttir að slökkvilið Bíldudals hafi verið síðast á staðinn!  Slökkvilið Patreksfjarðar og Slökkvilið Tálknafjarðar voru mætt til slökkvistarfa á undan bílddælingum sjálfum!  Þetta var víst vegna þess að Slökkvibílinn, sá eini að mér skilst, var rafmagnslaus!  Vonandi að ráðin verði bót á þessu.


mbl.is Eldur í trésmíðaverkstæði á Bíldudal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kiddi ,,sleggja" í 2. sætið!

  Jæja þá er það orðið ljóst að Kristinn H. Gunnarsson, eða Kiddi ,,sleggja" kemur til með að skipa 2. sætið á lista Frjálslynda flokksins í Norðvestur kjördæmi.

  Ég get ekki sagt að þetta hafi beinlínis komið á óvart, bjóst frekar við þessu.  Það hefði þó að mínu mati verið meiri áræðni fólgin í því fyrir Kristinn að taka 1. sætið í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmana, en líklega hefur hann ekki lagt í þann slag og metið möguleika sína meiri í 2. sæti í höfuðvígi flokksins (NV kjördæmi). Eins kann að vera að hann vilji með þessu móti forðast útlendingaumræðu flokksins.

  Ég er nokkuð viss um að þetta styrkir Frjálslynda flokkin í NV kjördæmi, þar sem Kristinn hefur heilmikið persónufylgi.  Hins vegar er ég ekki viss um að hann verði lengi vinsæll í flokknum, þar sem hann þrífst greinilega illa í flokkum yfirleitt.  Ég hefið t.a.m. ekki viljað fá hann í Samfylkinguna! 


mbl.is Kristinn í 2. sæti hjá Frjálslyndum í Norðvesturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband