Færsluflokkur: Bloggar

Sápuóperan heldur áfram í Baugsmálinu!

 158. þáttur:  Dularfullt og nafnlaust bréf berst lykilmönnum Baugsmálsins.  Verjendur og sækendur hneykslast og lýsa yfir vonbrigðum.  Dómarar sagðir vera á mála hjá Baugi.  Einn dómari missti það út úr sér á fylleríi að hann vissi það fyr víst að Davíð ætti upptökin af Baugsmálinu.  Jón Sullenberg hafði nýlega neitað að upphaf baugsmálsins mætti rekja til þess að Jón Ásgeir reyndi við konu hans tveimur árum fyrr.  Hvað ætlast bréfritari fyrir og hver er tilgangurinn með því.  Verður þessum spurningum svarað í þættinum?  Hvað segir Davíð, mun hann tjá sig?  Var bréfið skrifað af bláu höndinni?

  Þvílíkur farsi sem þetta er að verða!  Hvað gerist næst?  Held reyndar að þessi sápa sé svipuð og Guiding Light (Leiðindaljós) það nennir varla nokkur maður orðið að fylgjast með þessu lengur!  En að öllu gamni slepptu þá er með þessu bréfi vegið að réttakerfinu í landinu og einstaka dómarar gerðir tortryggilegir.  Hvort að rétt hafi verið að blása upp bréf, ritað blárri og nafnlausri hendi, með þessum hætti í fjölmiðlum er hins vegar stór spurning.  Af hverju fór það ekki bara beint í ruslið þar sem það á heima!

rettarsalur                                                       Baugur


mbl.is Óskar eftir fundi vegna nafnlauss bréfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær sigur Liverpool á Barcelona!

Liverpool  Mínir  menn  í  Liverpool  unnu frábæran  sigur á Barcelona í kvöld    (1-2).  Það voru engir aðrir en sá sem beitti golfkylfunni og sá sem varð fyrir henni sem skoruðu! Bellami og Riise. Skemmtileg tilviljun.  Áttum þennan sigur virkilega skilið.  Seinni leikurinn gegn Barcelona verður því auðveldur fyrir mína menn, svo förum við alla leið og endurtökum leikinn frá 2005!


mbl.is Frækinn sigur Liverpool á Camp Nou
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slökkvilið Bíldudals síðast á staðinn!

 Treverkshus Þar sem ég á ættir að rekja til Bíldudals, fylgist ég vel með því sem þar gerist.  Leitt var að heyra af eldinum sem upp kom í tréverkshúsinu í dag.  Hins vegar fundust mér grátbroslegar þær fréttir að slökkvilið Bíldudals hafi verið síðast á staðinn!  Slökkvilið Patreksfjarðar og Slökkvilið Tálknafjarðar voru mætt til slökkvistarfa á undan bílddælingum sjálfum!  Þetta var víst vegna þess að Slökkvibílinn, sá eini að mér skilst, var rafmagnslaus!  Vonandi að ráðin verði bót á þessu.


mbl.is Eldur í trésmíðaverkstæði á Bíldudal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kiddi ,,sleggja" í 2. sætið!

  Jæja þá er það orðið ljóst að Kristinn H. Gunnarsson, eða Kiddi ,,sleggja" kemur til með að skipa 2. sætið á lista Frjálslynda flokksins í Norðvestur kjördæmi.

  Ég get ekki sagt að þetta hafi beinlínis komið á óvart, bjóst frekar við þessu.  Það hefði þó að mínu mati verið meiri áræðni fólgin í því fyrir Kristinn að taka 1. sætið í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmana, en líklega hefur hann ekki lagt í þann slag og metið möguleika sína meiri í 2. sæti í höfuðvígi flokksins (NV kjördæmi). Eins kann að vera að hann vilji með þessu móti forðast útlendingaumræðu flokksins.

  Ég er nokkuð viss um að þetta styrkir Frjálslynda flokkin í NV kjördæmi, þar sem Kristinn hefur heilmikið persónufylgi.  Hins vegar er ég ekki viss um að hann verði lengi vinsæll í flokknum, þar sem hann þrífst greinilega illa í flokkum yfirleitt.  Ég hefið t.a.m. ekki viljað fá hann í Samfylkinguna! 


mbl.is Kristinn í 2. sæti hjá Frjálslyndum í Norðvesturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn gerði rétt að neita að skrifa undir lögin!

  Í viðtali við Egil Helgason í silfrinu kvaðst Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hafa gert rétt að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin svokölluðu.  Atburðarrásin eftir synjunina hefði líka sýnt það að svo hefði verið.

 Þarna er ég fullkomlega sammála Forsetanum.  Komið hefur á daginn að þær hrakspár sem hafðar voru uppi um að ein fjölmiðlasamsteypa (365) væri á góðri leið með að sölsa undir sig alla fjölmiðlun í landinu reyndist svo sannarlega ekki á rökum reyst.  Í raun hefur samkeppnin og fjölbreytileikinn í íslenskum fjölmiðlaheimi aldrei verið meiri.  Til hefur orðið nýtt fríblað, Blaðið, sem hefur náð góðri útbreyðslu, og enn eitt blaðið, Kronikan, var einnig að koma út svo eitthvað sé nefnt.

  Þá var ég hjartanlega sammála Forsetanum um að það hafi verið miður að málið skyldi ekki fara í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og stjórnarskráin gerir ráð fyrir.  Hefði verið eðlilegra mál að sjá hver vilji þjóðarinnar væri eða hefði verið í þessu stórmáli og í samræmi við stjórnarskrána.  Ég tel reyndar að Stjórnvöld hafi ekki þorað með málið í þjóðaratkvæðagreiðslu að ótta við að bíða auðmýkjandi ,,ósigur".  Enda sýndu skoðanakannanir á þessum tíma að 80% þjóðarinnar voru á móti fjölmiðlafrumvarpinu og 70% landsmanna vildu að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu.

   Öll framkoma ríkisstjórnarinnar í þessu máli var að mínu mati gerræðisleg og full ástæða til að rifja hana rækilega upp í komandi kosningabaráttu!  Hvað synjunarvald forseta áhrærir, þá er ég ekki í vafa um að mikill meirihluti þjóðarinnar vill hafa synjunarvaldið áfram og telur að það eigi að vera á valdi forseta að beita því.  Úrtöluraddir ýmissa ,,lagaspekinga"  um að stjórnarskráin segi eitthvað annað eru að mínu mati fáránlegar og komu fyrst upp í seinni tíð.


mbl.is Forseti kveðst hafa gert rétt með því að hafna lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofsaakstur að aukast? Herða þarf eftirlit!

ofsaaksturÉg hef það á tilfinningunni að ofsaakstur og almennt gáleysi í umferðinni sé stöðugt af aukast  a.m.k. af fréttafluttningi undanfarið að dæma.  Lögregla var t.a.m. kölluð þrisvar út síðasta sólahring vegna lífshættulegs ofsaaksturs. 

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunnar að löggæsla sé hvergi nærri nógu góð, hún er mjög lítt sýnileg og menn komast upp með að brjóta endalaust af sér án þess að gripið sé í taumana.  Ég er ekki viss um að hærri sektir séu endilega lausnin, það er nýlega búið að stórhækka þær en það virðist ekki bera neinn árangur.  Sýnilegri löggæsla og hert eftirlit er það sem þarf.  Þá er stór spurning hvort ekki sé rétt að svipta ökumenn ökuréttindum ævilangt sem verða uppvísir af ,,almannahættubrotum" eins og kom fram í viðtali við Stefán Eiríksson lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að kæmi til álita að kæra fyrir.


mbl.is Tekinn á 135 km hraða á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott á Bush. Á ekkert gott skilið!

Gott hjá Demókrötum!  Vona að þeir haldi áfram að setja fótinn fyrir Bush.  Sem betur fer styttist í að Bush fari úr Hvíta húsinu og hann og hans öfgafullu hægri menn hætti að ógna heimsfriðnum.  Hver sem sigrar  í næstu forsetakosningum í bandaríkunum þá verður hann/hún betri en Bush, annað er ekki hægt.  Vona svo sannarlega að bandaríkjamenn beri gæfu til þess  að kjósa Hillary Clinton sem næsta forseta.

Hvað varðar Íraksstríðið þá var þetta fyrirfram tapað stríð og íraun fáránlegt að ,,viti bornir menn" skyldu láta sér detta það í hug að hægt væri að ,,draga" ríki í þessum heimshluta og þessum menningarheimi inn í vestrænt lýðræðiskerfi.  Þá var stuðningur okkar íslendinga við þetta stríð einn mesti smánarblettur á íslenskri utanríkisstefnu.  


mbl.is Fulltrúadeild Bandaríkjaþings snuprar Bush fyrir áætlun um aukaherlið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá vitum við það! Þorgerður með stækkun en Lúðvík óákveðinn.

Þá vitum við það.  Þorgerður stendur með stóriðjunni eins og hún og hennar flokkur eru vön.  Hún má að sjálfsögðu hafa sína skoðun á því eins og allir aðrir (ég er á móti stækkun), en persónulega finnst mér það ekki við hæfi að menntamálaráðherra opinberi skoðun sína í þessu máli.  Hún er jú ráðherra menntamála og rætt hefur verið um möguleika á að þróa þekkingariðnað á svæðinu ef stækkun verður felld.

Ég hélt hins vegar að andstæðingar Samfylkingarinnar, hefðu rétt fyrir sér að því leiti að Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnafirði styddi stækkun með ráðum og dáð, en á því eru þeir búnir að vera hamra margir hverjir.  Það er greinilega ekki rétt þar sem hann hefur ekki tekið ákvörðun enn hvort hann greiði atkvæði með eða á móti stækkun.


mbl.is Menntamálaráðherra styður stækkun álversins í Straumsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórslysi verði afstýrt í álafosskvos í Mosfellsbæ!

421269BSem fyrrverrandi íbúi í Mosfellsbæ er ég sammála þeim sem segja framvæmdir í Álafosskvos með svokallaðri Helgufellsbraut sé stórslys ef af verður.  Ýmsir hafa reynt að gera lítið úr málfluttningi þeira sem eru andsnúnir þessum breytingum og kallað þetta storm í vatnsglasi.  Svo er alls ekki að mínu mati. 

Þarna er í raun verið að eyðileggja hreina náttúruperlu um hrein umhverfis og náttúruspjöll að ræða.  Ég þekki þetta svæði bæði frá unglingsárum mínum en einnig sem leiðsögumaður þar sem fór nokkrar ferðir með túrista þarna uppeftir og þarf ekki að fjölyrða um hversu hrifnir þeir voru af þessum stað. Það sem mér finnst síðan hvað grátlegast í þessu að ,,græningaflokkur Ísland" VG stendur fyrir þessu ásamt Sjálfstæðismönnum!

Ég fagna þess vegna mjög þessum úrskurði Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála um að stöðva framkvæmdir á meðan málið er til meðferðar hjá þeim.  Þá vona ég að þessu stórslysi verði afstýrt.


mbl.is Framkvæmdir við Helgafellsbraut stöðvaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarsátt um náttúruvernd eða fækkun framsóknarmanna!

Jón Sigurðsson talaði um framvirka þjóðarsátt, sem ætti að byrja að virka 2010.  Þeir verða að fá að klára að byggja 4 álver fyrst!  Sama kom fram hjá formanni Sjálfstæðisflokksins Geir H. Haarde, ekkert væri því til fyrirstöðu að klára þau 4 álver sem í pípunum væru. 

Það verður engin þjóðarsátt um þetta Jón og Geir.  Væri frekar að þjóðarsátt næðist um að útrýma framsóknarmönnum af þingi, sem byrjaði að virka strax í maí, eins og einn ágætur maður benti á.  Þetta er svona álíka vitlaust og forfallinn alkahólisti sem segðist ætla að drekka í 3 ár í viðbót og hætta svo!

Stefna Samfykingarinnar í þessum efnum er skýr, fresta öllum frekari stóriðjuframkvæmdum í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu, Straumsvík og Helguvík þangað til búið er að gera rammaáætlun um náttúruvernd í anda Samfylkingarinnar.  Ráðgert er að slík rammaáætlun tæki 4-5 ár.  Þetta er ekki síst nauðsynlegt í því skyni að kæla hagkerfið.  Þar fyrir utan hel ég að þjóðin sé búin að fá nóg af álverum og segi hingað og ekke lengra. 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband