Færsluflokkur: Bloggar

Loksins eitthvað vitrænt frá framsóknarmönnum.

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og  skv. síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins annar af tveimur þingmönnum Framsóknarflokksins eftir kosningar, hefur lýst því yfir að hún vilji að Framsókn myndi áfram ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar í vor nái hún meirihluta. Hinn þingmaðurinn yrði líklega Guðni Ágústsson, mjög samstæður þingflokkur eða hitt þó heldur!

Ég hreinlega skil ekki hvað framsóknarmenn hafa verið að hugsa, eða hvort þeir hugsi yfirleitt.  Flokkurinn er að deyja drottni sínum og þeir skilja ekkert hvers vegna, berja hausnum við steininn.  Ég er hins vegar ekki í nokkrum vafa um ástæðuna, ,,vinstra fylgið" eða félagshyggjufylgið sem að flokkurinn hafði ávallt þó nokkuð af er farið! Það kemur ekki aftur nema Framsókn hætti að verða undir hælnum á Sjálfstæðisflokknum  og fari að ,,brosa til vinstri".  Veit svo sem ekki hvort það myndi hjálpa þeim neitt úr þessu og ekki mitt markmið að reyna að bjarga þeim!  Það er auðvitað miklu meira að hjá flokknum en þetta, en þetta er höfuðástæðan fyrir slöku gengi þeirra.

Framsóknarmenn í Skagafirði vilja s.s. ekki berja höfðinu við steininn legur og fara að viðurkenna staðreyndir.  Þeir sjá þá einu von fyrir sinn flokk að viðurkenna að flokkurinn er orðinn b deild í Sjálfstæðisflokknum.  Eða eins og ég hef áður sagt í bloggi mínu, ef þú kýst Framsókn þá færðu Sjálfstæðisflokk með og öfugt 2 fyrir 1!


mbl.is Vilja ekki að Framsóknarflokkur myndi áfram stjórn með Sjálfstæðisflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húrra fyrir Agli Vagni! Hvílík hetja!

Hann á svo sannalega heiður skilið þessi drengur.  Það hefði sko ekki hver sem er treyst sér til þess að gera það sem hann gerði.

Þetta atvik undirstrikar einnig mikilvægi þess að gera Skyndihjálp að skyldufagi í grunnskólum að mínu mati.  Í þessu tilviki hafði móðir hans undirbúið hann vel, sem er frábært og til fyrirmyndar.

Frábært hjá Rauða krossinum að veita honum viðurkenningu.  Hann átti það svo sannarlega skilið.  Húrra fyrir Agli Vagni Sigurðsyni!


mbl.is Átta ára drengur hlaut viðurkenningu sem Skyndihjálparmaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgi samfylkingar á uppleið. Tveggja flokka ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins?

Það var gaman að vakna í morgun við nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem sýndi að Samfylkingin hefði stóraukið fylgi sitt, fengi 27,9% og 18 þingmenn.  En merkilegustu niðurstöður þessarar könnunar eru þó þær að skv. henni yrði í fyrsta skipti í sögunni hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn án atbeina Sjálfstæðisflokksins!  Það yrðu stórtíðindi og gleðileg.  Ég var einmitt að benda á þennan möguleika í bloggi mínu um daginn, eftir að skoðanakönnun Mannlífs gerði ráð fyrir að þessir tveir flokkar fengju samtals 45% fylgi.  En skv. Fréttablaðinu í dag fá þeir 51,6% samtals og 33 þingmenn.

Í mínum huga var  ekki spurning um hvort Samfylkingin næði sér á strik heldur hvenær.  Flokkurinn hefur hafið gagnsókn og unnið heimavinnuna sína einstaklega vel.  Ég held að amenningur sé að átta sig á því að sú ómerkilega gagnrýni sem Samfylkingin hefur orðið fyrir varðandi stefnuleysi og sú gangnrýni að ISG valdi ekki leiðtogahlutverkinu eigi ekki við nein rök að styðjast. 

Mitt fólk í Samfylkingunni hefur verið að láta betur í sér heyra og koma málum okkar betur til skila.   Fagra Ísland, stefna Samfylkingarinnar í náttúruverndarmálum hefur loksins verið að komast til skila til almennsings, sérstaklega eftir að ISG lýsti því yfir afdráttarlaust að fresta yrir öllum frekari stóriðjuframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu næstu ár.  Hún var ekki að segja neitt nýtt eða að breyta stefnunni, þetta hafði löngu komið fram í stefnunni um Fagra Ísland.  Þá hefur Samfylkingin verið mjög beitt í gagnrýni á stjórnvöld út af ,,Byrgis og Breiðavíkurmálum" og tekið þar upp hanska þeirra sem minna mega sín í samfélaginu eins og hennar er von og vísa.

Ég held líka að fólk sé að átta sig betur á því að ef við ætlum virkilega að fella ríkisstjórnina í vor og  breyta um stjórnarstefnu þá verður Samfylkingin að koma sterk út.  Það að Samfylkingin komi sterk út úr kosningunum sem flokkur í kringum 30% er skýlaus krafa um breytingar.

Það er þó of snemt að fagna.  Ég hef áður sagt að ég taki helst ekki mark á skoðanakönnunum frá neinum nema Capasent Gallup, þó Fréttablaðið hafi í sjálfu sér staðið sig ágætlega og ekki verið langt frá úrslitum kosninga.  Svarhlutfall í þessari könnun er hins vegar frekar lágt eða 54,8 % sem minnkar marktækni hennar eitthvað.  En ég er þó viss um að þetta er vísbending um að Samfylkingin er á uppleið.  

 

 


Konur sem stjórnmálaleiðtogar. Hindrun í vegi?

Það er ótrúlegt en satt að enn þann dag í dag á 21. öldinni skulum við ennþá eiga erfitt með að sætta okkur við konur sem pólitíska leiðtoga.  Þær konur sem sækjast fast eftir því og þær sem ná þeim áfanga að verða forystumenn sinna flokka, svo sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hér heima, Hillary Clinton í bandaríkjunum og Segolene Royal í Frakklandi svo einhverjar séu nefndar eru gagnrýndar á annan hátt en karlmenn í þessum stöðum.  Þær eru sagðar Gribbur, kaldar og hranalegar (Royal í Frakklandi) og þar fram eftir götunum.  Þá er eins og þær megi ekki láta kveða of mikið að sér, vera ,,of harðar" eða ,,of beinskeyttar" þá eru þær rakkaðar niður. 

Ég efast t.d. stórlega um það að ef að karlmaður hefði flutt Borgarnesræðurnar frægu fyrir síðustu þingkosningar hefðu þær ekki valdið jafn miklu fjaðrafoki og raunin varð.  Þá fara ótrúlega margir út í mjög svo ómálefnalega umræðu þegar kvennleiðtogar eru annars vegar, mér dettur ekki einu sinni í hug að setja það á prent sem pólitískir andstæðingar hafa kallað Ingibjörgu Sólrúnu til þess að koma höggi á hana. 

Það er eftirtektarvert að oft er eins og konur nái bara ,,visst langt" en ekki alla leið. í fyrstaskipti í sögunni á kona möguleika á því að verða kosin forseti bandaríkjanna og í Frakklandi er það einnig raunhæfur möguleiki að Segolene Royal verði forseti.  Nú þegar er þó kona Kanslari í Þýskalandi.  Ef þær Hillary og Segolene ná þessum áfanga gæti það orðið til þess að brjóta þessar,,ósýnilegu" hindranir kvenna niður.  Þá væri nú gaman að því ef að við íslendingar bærum gæfu til þess að velja konu í stól forsætisráðherra í fyrsta sinn


Innganga íslendinga í ESB. Stærstu hindruninni rutt úr vegi.

  Í fyrirspurnartíma á morgunverðarfundi á Hótel borg í gær til Micael Köler, ráðgjafa sjávarútvegsstjóra ESB kom fram að alþjóðlegar veiðiheimildir íslendinga yrðu tryggari til lengri tíma ef Ísland gengi í ESB.  Khöler segir að reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggi að íslendingar ákveði sjálfir hverjir veiði í lögsögunni sem aðilar að ESB.  

Reglan um hlutfallslegan stöðugleika felur það í sér að hvert ríki fyrir sig setur skilyrði um hver fái úthlutað kvóta.  Þá þarf samþykki íslendinga ef breyta á reglunni skv. Eiríki Bergmann sérfræðingi í Evrópufræðum. Þá gæti Ísland í aðildarviðræðum farið fram á að fiskimið Íslands  yrðu gerð að sérstöku stjórnsýslusvæði innan sjávarútvegsstefnu ESB og stjórn fiskveiða alfarið haldist í höndum íslendinga.

  Helstu hindruninni fyrir inngöngu í ESB á mati mjög margra virðist þannig vera rutt úr vegi.  Því er ég sannfærðari en nokkru sinni fyrr að við eigum að undirbúa umsókn um aðild að ESB og ganga inn eins fljótt og kostur er.

 

 

 


Ánægjulegur sigur Röskvu. Fyrirboði fyrir vorið!

  Ánægjulegur sigur Röskvu í Háskólakosningunum! Röskva endurheimti meirihluta sinn í Stúdentaráði hlaut 1635 atkvæði og 5 fulltrúa en Vaka hlaut 1615 atkvæði og 4 fulltrúa, munaði sem sagt ekki nema 20 atkvæðum.  Þegar ég var í Háskólanum voru mínir menn í Röskvu ósigrandi og unnu á hverju ári, vökumenn urðu að sama skapi ávallt fyrir miklum vonbrigðum, áttu aldrei möguleika.

  Einn fyrrverandi Röskvumaður, Björn Ingi Hrafnsson, bendir á það í pistli sínum að umhugsunarefni sé hvers vegna dramur margra, þar á meðal minn, um yfirfærslu Röskvu í landsmálin hafi ekki náð að verða að veruleika.  Í Háskólanum hafa vinstrimenn borið gæfu til að vinna mjög vel saman. 

  Vissulega er um fleiri og stærri ágreiningsmál á ræða í landsmálunum en í Háskólapólitíkinni, s.s. afstaðan til einkavæðingar eða framkvæmd hennar, stóriðjumál ofl.  Engu að síður held ég að ,,Röskvumenn" ættu að geta unnið vel saman á landsmálasviðinu og vísa ábyrgðinni á því að svo hafi ekki orðið á Framsóknarmenn, sem hafa verið eins og hundur í bandi íhaldsins í 12 ár, beigt sig og bugtað í hverju málinu á fætur öðru og horfið frá manngildisstefnunni sem ég tel að þeir hafi fylgt á árum áður. 

 Ég hef trú á því að þessar kosningar í Háskólanum nú séu fyrirboði um sigur félagshyggumanna í kosningunum í vor.  Framsóknarflokkurinn hefur hins vegar ákveðið að veðja á áframhaldandi ríkistjórn D og B og líma sig við Sjálfstæðisflokkinn. Þannig að í kosningunum í vor gilda 2 fyrir 1 varðandi þessa flokka, kjósirðu Framsókn færðu Sjálfstæðisflokkinn í ,,kaupbæti" og öfugt, kjósirðu Sjálfstæðisflokkinn færðu Framsókn í ,,kaupbæti"!  Það er algjörlega kristaltært í mínum huga að ef þessir flokkar fá áfram meirihluta þá munu þeir halda áfram að vinna saman, þeir hafa beinlínis sagt það sjálfir!  Ríkistjórnin eru að þrotum kominn að mínu mati og verður að fara frá.

 

 


mbl.is Röskva hlaut flest atkvæði í kosningum til Stúdentaráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægri grænir? Vatn á millu stóriðjusinna?

  Framtíðarlandið ákvað að bjóða ekki fram í næstu Alþingiskosningum, sem ég fagna mjög sem meðlimur í þeim samtökum.  Þetta eru þverpólitísk grasrótarsamtök og eiga að vera það áfram.  Ég tel að fleiri framboð til Alþingis séu einfaldlega vatn á millu stóriðjusinna og fylgi við slík framboð myndi fyrst og fremst koma frá þeim sem eru óánægðir með ríksstjórnina og verða vatn á millu hennar, dreifa kröftum okkar sem viljum breytingar.

  Hins vegar er það ekki óhugsandi að ,,Hægri greinir" skipaðir öflugum einstaklingum myndu ná að höggva eittvað í raðir Sjálfstæðismanna, sem vilja stöðva stóriðjustefnuna og eru umhverfisverndarsinnar.  Ég hef vissulega heyrt í fólki sem eru umhverfisverndarsinnar en eru ekki tilbúnir til að kjósa VG eða Samfylkingu.  ,,Hægri grænir" þyrftu því kannski ekki að hafa svo slæm áhrif á hið pólitíska landslag.  Engu að síður hallast ég að því að það verði til hins verra þegar upp verður staðið.


mbl.is Ómar Ragnarsson telur auknar líkur á framboði umhverfisverndarsinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breiðavíkurmálið, skelfilegilegir atburðir.

Skeflilegar upplýsingar hafa verið að koma fram í fjölmiðlum undanfarna daga um uppeldisheimilið í Breiðavík, þar sem misnotkunn barna er sögð hafa farið fram um árabil. 

Ingibjörg Sólrún tók málið upp á Alþingi  og sagði samfélagið eiga þessu fólki skuld að gjalda.  Þar er ég virkilega sammála. Við verðum að bæta þessu fólki þetta upp á einhvern hátt þótt seint sé. Peningar skila fólki að vísu ekki lífshamingunni sem það var rænt en eru kannski smá sárabót.  Við þurfum, eins og ISG sagði ,,að takast á við þennan fortíðardraug".  Þá ræddi ISG einnig um upplýsingar um misnotkun barna í Heyrnleysingjaskólanum í þessu samhengi, sem sló mann einnig mjög.

Það er skelfilegt til þess að vita að msnotkun sem þessi hafi þrifist í skjóli hins opinbera, að eins og ISG sagði ung börn skyldu vera send nánast í útlegð og ,,ofurseld samfélagi ofbeldis og níðingsverka", en heimili þetta var rekið frá árinu 1952 og fram á áttunda áratuginn eins og kom fram hjá Félagsmálaráðherra.

 


mbl.is Byrjað að undirbúa úttekt á Breiðavíkurmáli í félagsmálaráðuneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG og Samfylking með 45% samanlagt skv. skoðanakönnun Mannlífs

Skoðanakönnunn Mannlífs staðfestir fylgisaukningu VG (22%) og að sama skapi fylgistap Samfylkingarinnar (23%), sem er auðvitað óásættanlegt fyrir hana.  Það er nokkuð ljóst að fylgið er að fara frá Samfylkingu yfir til VG í einhverjum mæli, hver svo sem ástæðan kann að vera.  Hef reyndar mínar hugmyndir um það, sem bíða seinni tíma.

Það sem mér finnst hins vegar athyglisvert við þessa könnun er að Samfylkingin og VG hafa samtals 45% fylgi, sem fær mann til að velta því fyrir sér hvort þessir tveir flokkar gætu hugsanlega náð meirihluta á Alþingi.  Það yrðu merkileg tíðindi.

ps. B 10% D 35%, F 10%


Samfylking í vondum málum? Tek niðurstöðunum með fyrirvara.

Samkvæmt þessari fyrstu skoðanakönnun Blaðsins er Samfylkingin í slæmum málum, frjálslyndir að hverfa, Sjálfstæðisflokkurinn 8% hærri en í síðustu könnun Gallup og VG orðnir stærri en Samfylkingin! Þá heldur ríkisstjórnin velli skv. þessari könnun.

Ef niðurstöðurnar yrðu þessar væru það mikil vonbrigði, en ég hef satt að segja ekki mikla trú á þessarri könnun, of miklar sveiflur miðað við könnun Gallup sem að hefur sýnt sig vera mjög áreiðanleg. Svarhlutfall var að vísu mjög gott eða 88% en 47% eru óákveðnir eða neita að svara.

En Samfylkingin verður að taka undanförnum könnunum sem alvalegri áminningu og grípa til varna. Ég hallast helst að því mikið tal minna manna um upptöku evru og ókosti krónununar (sem ég er alveg sammála) hafi ekki farið vel í þjóðina. En allavega, þá verðum við að kryfja þetta til mergjar.


mbl.is Samfylkingin með minna fylgi en VG og ríkisstjórnin heldur velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband