Niðurlægingin er Framsóknar!

En á ný þurfti Framsóknarflokkurinn að lúta í lægra haldi fyrir Sjálfstæðisflokknum í þessu máli eins og flestum ef ekki öllum deilum þeirra í millum, sem eins og Össur sagði réttilega, vann fullnaðarsigur.  Það að stjórnarandstaðan hafi gengið á bak orða sinna er einfaldlega rangt og út í hött að reyna að klína þessu klúðri upp á hana! 

Stjórnarandstaðan var öll að vilja gerð til að leysa málið og taldi ekki fullreynt með það.  Hún bauð upp á það að festa ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum í stjórnarskrá, sem byggði á vinnu auðlindanefndar, þar sem ákvæðið hefði einhverja merkingu en yrði ekki tilefni endalausra deilna og óvissu um merkingu og í raun merkingarlaust hefðu stjórnarflokkarnir fengið að ráða. Betur var því heima setið en af stað farið.

Eftir stóryrtar yfirlýsingar, hótun um stjórnarslit ofl.  þurfa Framsóknarmenn að koma fram fyrir alþjóð með skottið á milli lappana enn eina ferðina, það liggur við að maður vorkenni þeim! Í ofanálag reyna þeir svo að klóra yfir eigin klúður með því að kenna stjórnarandstöðunni um!

Framsókn

 

 


mbl.is Jón Sigurðsson: Stjórnarandstaðan gekk á bak orða sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já fyndið í þessari frétt bendir Birgir á að tíminn sem þeir ætluðu sér í þetta hafi verið of naumur

Tómas Þóroddsson, 15.3.2007 kl. 21:48

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það kom frábær lýsing á þessari útreið lúðanna frá "sleggjunni" í morgun; Þeir voru dregnir á maganum eftir flórnum.......

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 16.3.2007 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband