Svarhlutfall þessarar könnunar var lágt, aðeins um 61%, sem þýðir að skekkjumörk eru mikil. Ég sé enga ástæðu fyrir hugsanlegri uppsveifli Sjálfstæðisflokksins nú. Málalok auðlindamálsins voru t.a.m. ekki komin fram þegar þessi könnun er tekin. Sjálfstæðisflokkurinn gæti þó hugsanlega hagnast eitthvað á þeim málalokum. Framsóknarflokkurinn sýnist mér hins vegar þurfa að hafa miklar áhyggjur, að fá rúm 6% nú áður en sneypuförin var staðfest!
Hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar, þá er ég hissa á að hann skuli ekki verða fyrir harðri gagnrýni frá "sönnum hægrimönnum". Ef ég væri hægri maður væri ég verulega svekktur yfir því að þeir skuli koma í veg fyrir að öflug íslensk fyrirtæki í útrás fái að gera upp í evrum ef þau svo kjósa. Ef ég væri hægri maður væri ég óhress með að flokkurinn minn og stofnanir honum tengdar (Morgunblaðið) hötuðust út í Hæstarétt landsins. Ef ég væri hægri maður myndi ég ekki sætta mig við það að flokkurinn minn væri í hatursherferð gegn stóru fyrirtæki (Baugi) og nafngreindum einstaklingum. Ef ég væri hægri maður væri ér ósáttur við að öfl innan flökksins hötuðust við forseta Íslands. Svona gæti ég haldið lengi áfram. En ég er ekki hægri maður og þetta er ekki flokkurinn minn, en samt er ég mjög óhress með þetta. Ég gæti haldið áfram upptalningunni en læt þetta duga að sinni.
Hvað Samfylkinguna og gengi hennar varðar, er það alveg ljóst í mínum huga að "ófarir" hennar má skrifa mikið á reikning Sjálfstæðisflokksins. Í fyrsta lagi hafa þeir ávallt talað vel um VG, klappað þeim eins og kjölturakka og hælt fyrir stefnufestu í því skyni að koma í veg fyrir þeirra stærstu martröð; að til verði öflugur jafnaðarmannaflokkur að norrænni fyrirmynd, sem myndi jafnvelt velta þeim úr sessi, sem stærsta flokki þjóðarinnar. Flokkurinn gæti þá ekki deilt lengur og drottnað í íslensku flokkakerfi og kippt hverjum þeim sem hann vill uppí með sér eftir hentugleikum.
Sjálfstæðismenn hatast ekki jafnmikið við neinn eins og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur formann Samfylkingarinnar. Ástæðan er sú að hún ,"tók" djásnið frá þeim, Reykjavíkurborg höfuðvígi flokksins og kjarninn í valdakerfi þeirra. Þeir þurftu að lúta í gras fyrir henni í þremur kosningum í röð. Þess vegna hafa þeir lagt allan sinn þunga í að rífa hana niður sem stjórnmálamann og hefur greinilega orðið nokkuð ágengt. Ég mun fjalla meira um þau mál síðar.
Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst mikið frá síðustu könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 16.3.2007 | 23:35 | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Liðið mitt
Liverpool
Stjórnmál
- Egill Helgason
- Stefán Jón Hafstein
- Helgi Hjörvar
- Björgvin G. Sigurðsson
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Silfur Egils
- Össur Skarphéðinsson
- Ungir jafnaðarmenn
- Samfylkingin
Alþingi og ríkisstofnanir
Fjölmiðlar
Visir.is
Bloggvinir
- Dofri Hermannsson
- Magnús Már Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Gunnar Björnsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Jón Sigurgeirsson
- Sveinn Arnarsson
- TómasHa
- Árni Þór Sigurðsson
- Tómas Þóroddsson
- Óttarr Makuch
- Nýkratar
- Ómar Ragnarsson
- Lára Stefánsdóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Hlynur Halldórsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Óskar Leví Gíslason
- Alma Joensen
- Guðfinnur Sveinsson
- Agnar Freyr Helgason
- Stefán Þórsson
- Killer Joe
- Haukur Nikulásson
- Snorri Bergz
- Jón Steinar Ragnarsson
- Ársæll Níelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Hreinn Hreinsson
- Stjórnmál
- íd
- Jón Þór Ólafsson
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Bleika Eldingin
- Egill Jóhannsson
- Hrólfur Guðmundsson
- Ellý Ármannsdóttir
- Hákon Baldur Hafsteinsson
- Vefritid
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- perla voff voff
- gudni.is
- Jón Halldór Guðmundsson
- Alfreð Símonarson
- Guðjón Baldursson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Óskar Þorkelsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Fannar frá Rifi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Kjartan Jónsson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.