"Álög Davíðs" gagnavart hugsanlegri ESB aðild fara að bresta!

Þetta er auðvitað alveg hárrétt hjá Ingibjörgu.  Það er auðvitað með ólíkindum að ekki skuli heyrast háværari raddir innan atvinnulífsins um að skoða hugsanlega aðild að Evrópusambandinu.  En eins og ég hef áður haldið fram eru menn ekki lausir "úr álögum" Davíðs Oddsonar sem barði niður alla viðleitni sinna manna til að tala í þessa veru.

En nú fara áhrif Davíðs að sjálfsögðu dvínandi (skyldi maður ætla), þó að hann hafi að vísu enn einhver áhrif í Sjálfstæðisflokknum, sbr. það að hann fékk Árna Matt til að hrökkva við og setja reglugerð sem bannaði fyrirtækjum að gera upp í evrum, með því að byrsta sig aðeins.  Árni Páll Árnason orðaði þetta skemmtilega: "þegar Davíð hóstar, þá fær Sjálfstæðisflokkurinn kvef!" Hef þó trú á því að Jón Baldvin hafi rétt fyrir sér, en hann sagði í hádeigisviðtalinu á Stöð 2 í gær að sjálfstæðismenn hlytu að fara þora að tala núna, óttinn við Davíð hlítur að fara að bresta.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Áframhaldandi útrás hlýtur að kalla á myntbreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband