Hanna Birna, Gísli Marteinn og Þorbjörg Helga bera ábyrgð á því að Sjálfstæðisflokkurinn missti borgina.

 Gísli Marteinn, Vilhjálmur og Hanna BirnaÉg hef fyrir því öruggar heimildir úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins að þau Hanna Birna, Gísli Marteinn og Þorbjörg Helga hafi setið á svikráðum gagnvart Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, fráfarandi borgarstjóra. Ætlunin var að koma honum frá, með tilbúnum ágreiningi um OR, kasta Binga út og hefja samstarf með VG.  Allt var þetta gert að áeggjan og með samþykki Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra.  Þremeningarnir náðu svo samkomulagi við Svandísi Svavarsdóttur um myndun nýs meirihluta.  Þau gátu hins vegar ekki komið sér saman um hvert þeirra ætti að verða nýr Borgarstjóri og þar fyrir utan féllst Geir Haarde formaður ekki á þennan ráðahag og því fór sem fór. 

Nú logar allt stafna á mili í flokknum, vegna þessa og margir vilja lýsa vantrausti á þá þremenninga.  Mörgum finnst sem þau séu hinir raunverulegu svikarar og í raun eðlilegt að Bingi hafi leitað annað, þegar hann hafði af þessu ávinning. 

 


mbl.is Hanna Birna upplýsti um hvers vegna borgarstjórnarsamstarfið brast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll og kvitt fyrir lesningu.

Skilaðu kveðju til föður þíns. Siggi kenndi mér þegar ég tók meiraprófið. Flottur karl og með smitandi hlátur.

kv.

Sveinn Hjörtur , 17.10.2007 kl. 21:03

2 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

þetta er allavega mjög ljótt ef þetta er satt en ég svo sem trúi því alveg

Katrín Ósk Adamsdóttir, 18.10.2007 kl. 10:34

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Jæja, svo þú heldur það ...

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 18.10.2007 kl. 19:22

4 identicon

Valdagræðgi þeirra Hönnu Birnu og Gísla Marteins varð þeim að falli

Alex Björn (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 23:11

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Jón Halldór Guðmundsson, 22.10.2007 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband