25,9% styðja nýja meirihlutann í Reykjavík. Kemur sannarlega ekki á óvart!

Þetta kemur mér sannarlega ekki á óvart, þetta er þó ívið meiri stuðningur, heldur en ég bjóst við að hann fengi!  Ég þekki einn mann sem styður þetta og hann býr í Grafarholtinu!  En líklega er þetta verst fyrst á eftir þessi gerræðislegu vinnubrögð en jafnar sig svo líklega að einhverju leiti.  Íslendingar eru því miður fljótir að gleyma þegar að þessum málum kemur.

Það sem ég heyri hjá mörgum fyrrverandi stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins í borginni, er að flokkurinn hafi laggst ansi lágt fyrir völdin og t.d. fáránlegt að gera mann með ekki meira fylgi en raun ber vitni að borgarstjóra og annan sem rúinn er trausti.


mbl.is 25,9% Reykvíkinga styðja nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þessi prósentutala kemur svo snnarlega við kaunin á mér. 25,9%! Ég á nefnilega afmæli 25. sept.!!! 

Það væri flottara ef þessi prósentutala væri 24,7%. Og héldist þannig 24 tíma á daga 7 daga vikunnar fram að næstu kosningum. 

Jón Halldór Guðmundsson, 24.1.2008 kl. 22:53

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég er alveg viss um að þessi prósentutala mun hækka jafnt og þétt á næstu vikum og mánuðum, þegar borgarbúar sjá þann mikla árangur sem kemur til með að nást hér í borginni, öllum borgarbúum til heilla.

Svona til fróðleiks þá hefur nýr meirihluti svo sannarlega brett upp ermar og látið verkin tala.  Búið er að lækka fasteignagjöld sem mun koma öllum borgarbúum til góðs.

Búið er að leysa þá vandræðalegu deilur fráfarandi meirihluta sem uppi var vegna húsanna á Laugarveginum.  Talað er um að þarna hafi verið greitt mikið fé en vissulega mun borgin fá stóran hluta þess fjármagns til baka þegar eignirnar verða seldar.  En ekki hefði ég vilja spyrja að leikslokum hefði þetta farið fyrir dómsstóla eins og málin stóðu fyrir aðeins viku síðan eða svo, einungis vegna vanhæfis fráfarandi meirihluta.

Þú getur ekki verið að móti mislægum gatnamótum Miklabrautar/Kringlumýrarbrautar, þessi gatnamót þekki þú vel sem fagaðili í umferðamálum og ökukennslu.

Margt gott á eftir að koma fram á næstu vikum og mánuðum og ég hvet þig til þess að fylgjast vel með og það er allt í lagi að hæla góðum verkum eins og það er að gera athugasemdir við það sem betur mætti fara.

Óttarr Makuch, 27.1.2008 kl. 13:46

3 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Það var nú meiri lausnin að eyða hátt í miljarði af fé borgarbúa til að halda í ónýta húskofa!  Og það viku áður en menntamálaráðherra átti að úrskurða um friðun!  Hefði ekki verið nær að bíða eftir þeim úrskurði Óttarr?

Hvað mislæg gatnamót við Miklubraut/Kringlumýrabraut, þá tel ég þeu skapa meiri vanda heldur en þau leysa, held að þau myndu kalla á fleiri mislæg gatnamót.  Það er bara verið að ýta vandanum á undan sér.

Það verður t.a.m. aldrei sátt um Ólaf F. sem borgarstjóra og ég held ekki Vilhjálm heldur.  En mér þykir mjög miður að Morgunblaðið og öfl í Sjálstæðisflokknum því tengt, sluli vera að reyna að snúa umræðunni upp í pólitískar ofsóknir á hendur Ólafi F, vegna andlegrar vanheilsu hans og meira að segja draga Dag inn í þá umræðu og ata hann auri.  Halda því beinlínis fram að Dagur sé í fararbroddi þeirra sem sækja að Ólafi vegna veikinda hans!  Þvílík endemis fyrra.  Dagur og Ólafur hafa verið vinir um langa hríð og Dagur aldrei viljað ræða málin út frá þeim vinkli, þ.e. veikindum Ólafs.

Því hafa margir, eins og kom fram í Silfrinu áðan, sagt upp áskrift af Morgunblaðinu af þessum sökum og geta ekki hugsað sér að styðja blað sem fer fram með slíku offorsi.  Ég hef nú áður rætt um það hér í bloggi mínu hvernig ritjórar Moggan virðas vera í "heilögu stríði" gegn Samfylkinnunni og það þótt hún sé komin í ríkisstjórn með þeirra flokki.  Ég sagði Morgunblaðinu einmitt upp af þeim sökum, fyrir ca. 3 mánuðum síðan. 

Egill Rúnar Sigurðsson, 27.1.2008 kl. 18:17

4 Smámynd: Óttarr Makuch

Egill, ekki gleyma því að drjúgur skildingur kemur til baka við sölu eignanna,  m.a væri hægt að selja húsnæðið sem snýr að Skólavörðustíg strax ef út í það er farið.  En mikið ferðu frjálslega með tölur..... hátt í milljarði hvort er 500 þúsund - hálf milljón eða hátt í milljón??  Hvort er glasið hálf fullt eða hálf tómt??

Hvað Morgunblaðið varðar þá sagði einn viðmælandinn að hún hefði sagt um blaðinu ekki að margir hefðu sagt upp blaðinu enda.  En það væri gaman að gera tölu á því hvernig pólitísk skiptin innan blaðamanna deildar Morgunblaðsins skiptist , ég er nokkuð viss um að hún hallar fremur til vinstri en hægri.

En á þá ekki að gera neinar breytingar í umferðamannvirkjum hér í borginni því hættan við að verið sé að ýta málum/vandamálum annað er fyrir hendi.  Ef aldrei er tekið á neinum málum þá gerist ekkert og vandamálin verða bara stærri og stærri.  Einhverstaðar verður að byrja Egill!

En það væri gaman að vita hver hafi beiðið um læknisvottorðið á sínum tíma, ekki að það skipti neinu máli þá gæti verið fróðlegt að vita það.

Óttarr Makuch, 27.1.2008 kl. 21:37

5 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Já, já, við spyrjum að leikslokum varðandi peningaaustrið í húsin Óttarr. Eftir því sem mér hefur skilst gætum við verið að tala um 7-8 hundruð milljónir þegar allt er talið, en vissulega gæti eitthvað komið til baka.

Ég er að tala um ritsjórnarskrif Moggans fyrst og fremst, fara þar fram menn Björns Bjarnasonar að ég tel. Og jú Óttarr, hún talaði um að hún og fleiri í kringum hana, hefðu sagt upp Mogganum.

Jú vissulega á að gera breytingar á umferðarmannvirkjum. Ég tel að undirgöng undir Öskjuhlíð væru mun vænlegri, þar er jú aðal stíflan, ekki Miklubr./Kringlum.br.

Varðandi það hver bað um læknisvottorðið, þá kom það fram í viðtali við Dag í Silfri Egils að það var alfarið á milli Ólafs F. og skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar og í raun algjör mistök að mati Dags.

Egill Rúnar Sigurðsson, 27.1.2008 kl. 21:52

6 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég segi bara og Dagur hefur talað og þá hlýtur það að vera rétt.

Þú segir "en vissulega gæti eitthvað komið til baka"

Það er ekki spurning um vissulega heldur það er öruggt að það munu koma peningar til baka, þetta er ekki í fyrsta skiptið sem borgin kaupir húsnæði, gerir upp og selur aftur og örugglega ekki það síðasta. 

Óttarr Makuch, 27.1.2008 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband