Er endanlega búinn að fá mig fullsaddann af Sjálfstæðismönnum!

Frábært hjá Ingibjörgu og tímabært og að sama skapi ákveðið kjaftshögg fyrir Þorgerði Katrínu og Sjálfstæðisflokkinn.  Ofbeldi Ísraelsmanna og dráp á saklausum borgurum, konum og börnum verður að stöðva og það er að mínu mati ekki annað hægt en að fordæma þessar aðgerðir.  En Þorgerður og flokksmenn hennar hiksta á því, sem kemur reyndar ekki mjög á óvart úr þeirri átt.

Það er einfaldlega að koma betur og betur í ljós, að þessir tveir flokkar, Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur eiga fátt sameiginlegt og eru ósammála í flestum grundvallaratriðum og kannski voru stærstu mistök Samfylkingarinnar að fara yfirleitt í stjórn með flokknum.  En að vísu er ég sannfærður um það að ef Sjálfstæðisflokkur og VG hefðu farið saman í stjórn eftir síðustu kosningar (en þetta voru því miður í raun einu kostirnir í stöðunni) þá væri hér algjört upplausnarástand.  Sú stjórn hefði að sjálfsöðu sprungið að kröfu VG manna, IMF hefði ekki komið til sögunnar og Icesave málið væri ófrágengið.  Þá hefði mótmælaaldan í samfélaginu líka orðið miklu meiri, jafnvel stríðsástand.  Þannig að það er hægt að réttlæta stjórn þessarra flokka við aðstæður sem þessar.

Punkturinn minn er hins vegar sá að Sjálfstæðisflokkurinn á ekkert inni hjá Samfylkingunni.  Það væri kaldhæðnislegt ef að það væri í raun hún sem að bjargaði flokknum upp úr skítnum sem hann er sannarlega búinn að koma sér og þjóðinni í. Að sama skapi er Samfylkingin líka að leyfa Sjálfstæisflokknum að draga sig niður í svaðið með þeim að mínu mati.  Getur einhver ímyndað sér stöðu Samfylkingunar utan stjórnar við þær aðstæður sem nú eru upp!!  Algjörlega stikkfrí og óflekkuð.  Flokkurinn hefði jafnvel hlotið hreinan meirihluta við þær aðstæður.  En það er auðvelt að vera vitur eftir á! 


mbl.is Fordæmir innrás á Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góð grein hjá þér og er ég þér sammála Egill.

Óskar Þorkelsson, 4.1.2009 kl. 16:16

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Endurvinnum þetta fólk. Það er eina sem dugar: Höfnum spilltum pakkaferðum alþingismanna

Ástþór Magnússon Wium, 4.1.2009 kl. 16:47

3 Smámynd: Ingunn Guðnadóttir

Jæa ....góð grein....ég er svo innilega sammála þér Egill Rúnar

Ingunn Guðnadóttir, 4.1.2009 kl. 18:10

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

ertu að bera bót á Baugsfylkinguna? flokkinn sem útrásarvíkingarnir keyptu?

Fannar frá Rifi, 4.1.2009 kl. 22:02

6 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Nú á greinilega að reyna að spyrða Samfylkinguna við Baug, eina ferðina en, einkum af Björnsarmnum í Sjálfstæðisflokknum Fannar, en þetta er bara algjört kjaftæði, sem á sér ekki neina stoð í raunveruleikanum.  En ef þetta myndi gerast, eða væri að gerast, þá myndi ég berjast hart á móti því og að sjálfögðu segja mig úr flokknum ef satt reyndist.

Egill Rúnar Sigurðsson, 4.1.2009 kl. 22:13

7 Smámynd: Óttarr Makuch

Egill, ætlar þú að reyna neita því að Baugur styrkti bæði R-listann og síðan Samfylkinguna dyggilega undanfarið?  Ætlar þú að reyna neita þeim tengslum sem eru til staðar á milli Samfylkingar og Baugs?  Það er einfaldlega ekki hægt.  Hægt er að nefnda ýmis dæmi um tengingar milli þessara tveggja félaga hvort sem mönnum líka það betur eða verr.  Tengingin er augljós.

En ótrúleg draumsýn að telja líkur á því að Samfylkingin gæti fengið hreinan meirihluta sem óflekkaður flokkur, maður lifandi Egill, af hvaða fólki er flokkurinn samansettur og af hvaða flokkum er hann samansettur??  Ég reyndar efast um að þú sért búinn að gleyma því.

Líklega hefði Samfylkingin ekki verið lifandi í núverandi mynd ef flokkurinn hefði ekki komist í ríkisstjórn, ISG ásamt mörgum öðrum sem voru orðnir ansi langeygðir eftir því að flokkurinn kæmist til valda, enda var þetta í raun síðasta tilraunin.  Alþýðumenn hefðu boðið fram sinn flokk aftur, reyndar er það ekki spurning um hvort heldur hvenær þeir bjóða fram undir sínum merkjum því alþýðufólk á ekki nokkra samleið með Samfylkingu lengur og hvar verður flokkurinn staddur þegar sá armur er farinn út úr hreyfingunni??

Óttarr Makuch, 5.1.2009 kl. 23:16

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hægt er að nefnda ýmis dæmi um tengingar milli þessara tveggja félaga hvort sem mönnum líka það betur eða verr. Tengingin er augljós.

Afhverju sé ég ekki þessa tengingu ?  Hvernig væri að koma með dæmi í stað sögusagna .. 

Óskar Þorkelsson, 5.1.2009 kl. 23:42

9 Smámynd: Óttarr Makuch

Egill þekkir þessar tengingar allvel!

Óttarr Makuch, 6.1.2009 kl. 00:16

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

afskaplega var þetta klént svar Óttarr

Óskar Þorkelsson, 6.1.2009 kl. 00:57

11 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Baugur Styrkti Samfylkinguna nákvæmlega jafnmikið og hann styrkti aðra flokka, hvorki meira né minna, þetta hefur komið fram. Ég veit ekki af neinum óeðlilegum tengslum á milli Samfylkingarinnar og Baugs!

Það er engin draumsýn að Samfylkingin ætti möguleika á meirihluta atkvæða hefði hún ekki farið í stjórn, er ekki VG með 30% fylgi í skoðanakönnunum núna og þeir eru eins og þeir eru.  Samfylkingin hefði fengið gjörvalla verkalýðshreyfingunna í lið með sér og Alþýðuflokksmenn hefðu ekki vilja missa af þeim möguleika að vera í flokki, sem einn færi með stjórn mála.  Ég skil ekki þessa bábylju um að kratar eigi ekki samleið með Samfylkingunni, þetta er klassískur krataflokkur, þeirra sjónarmið (okkar) hafa algjörlega orðið ofan á í flokknum.  Að Alþýðuflokkurinn verði endurreistur, er ekkert annað en óskhyggja ykkar sjálfstæðismanna, þar sem þið megið ekki til þess hugsa að annar flokkur en ykkar verði stærsti flokkur landsins!

Egill Rúnar Sigurðsson, 6.1.2009 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband