Bjóst við þessu, hefði þó haldið að VG myndi tapa meira fylgi.

Algjörlega í takt við það sem ég bjóst við, fyrir utan það að VG missir ekki jafn mikið fylgi og ég hefði talið.  Ég þekki margt fólk sem átti erfitt með að gera það upp við sig hvort það ætti að kjósa Samfylkinguna eða VG og hvort sem það gerði, er það sátt við ríkisstjórnina.  Þar fyrir utan hélt VG mjög illa á málum, í raun fyrir og eftir kosningar hvað varðaði hugsanlegt samstarf við Framsóknarflokkinn, þannig að þeir geta engum um kennt nema sjálfum sér að hér var ekki mynduð vinstristjórn, sem er meintur vilji þeirra (leyfi mér þó að draga þann vilja í efa).
 
Þá er ánægjulegt að sjá mikinn stuðning við hina nýju ríkisstjórn, sem kemur heldur ekki á óvart, hefði þó fyrirfram talið að enn fleiri myndu lýsa yfir ánægju með hana en það gera  rúm 60% (hefði haldið að rúm 70% myndu vera þeirrrar skoðunar).  Einungis 17% landsmanna líst illa á ríkisstjórnina, sem staðfestir þann meðbyr sem hún fær, 23% líst hvorki vel né illa á stjórnina.
 
 

mbl.is Ríkisstjórnarflokkar bæta við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband