Hræðilegt slys. Tvöföldun hefði komið í veg fyrir þetta.

Sorlegar fréttir og enn frekar þegar ungt fólk og kornabarn eiga í hlut.  Ég vona svo innilega að þau nái sér eftir þetta hræðilega slys.  Ég hef verið eindreginn talsmaður tvöföldunar Suðurlandsvegar eins og svo margir aðrir og tel það augljóst að t.a.m. í þessu tilviki hefði það komið í veg fyrir slys af þessu tagi.  Þá eru mörg dæmi um banaslys sem orðið hafa á þessum vegi, sem hefðu líklega ekki orðið ef vegurinn væri tvöfaldaður.  Ég treysti því að unnið verði hratt og vel í því að ráða bót á.

mbl.is Alvarlega slösuð á gjörgæsludeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig hefði tvöföldun komið í veg fyrir þetta slys?  Bíllinn hafði verið stopp úti í kanti og svo ekið inn á veginn í u-beygju, í veg fyrir jeppann...

Illugi (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 16:24

2 identicon

Svona getur maður verið fljótur á sér, væntanlega hefði hann ekki tekið u-beygju á tvöföldum vegi, en vissulega sýndi ungi maður gáleysi þegar hann tók téða u-beygju, þó veit maður ekki hversu hratt jeppinn ók.  Í þessu tilfelli sýnist manni ökumaður jeppans þó ekki hafa hægt á sér nægilega mikið er hann nálgaðist bíl úti í kanti.

Hvað sem því líður vonum við að blessuð fjölskyldan hafi þetta af.   

Illugi (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 16:33

3 identicon

Þegar rætt hefur verið um tvöföldun Suðurlandsvegar hefur umræðan venjulega snúist um að tvöföldunin nái að Selfossi. Þetta slys varð austan við Selfoss og því ekki á  vegarkafla sem talað hefur verið um að tvöfalda.

Dísa (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 19:16

4 identicon

þetta er hræðilegt slys..

en við skulum reyna að læra og verum varkár.

sigurður ingi guðmundsson (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 22:22

5 identicon

Þetta er alveg skelfilegt slys og við þurfum að halda vöku okkar í umferðinni. Ekkert umferðarmannvirki er svo öruggt að ekki geti komið til slysa og við þurfum fyrst og fremst að sýna árvekni og aðgæslu alveg endalaust. Vissulega er allt gott um það að segja að bæta vegi en alltaf sitjum við uppi með það að þeir sem eftri þeim aka valda eða valda ekki slysunum. Guð blessi þetta ógæfusama fólk og við hin sem hér básúnumst skulum gæta vel að öllu, það eitt virkar gegn slysum, munum það og brýnum fyrir börnum okkar og unglingum. Einnig vil ég minna á tillitsemina sem svo oft skortir og veldur oft miklum hörmungum.

ingibjörg sigtryggsdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 01:12

6 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Þetta er rétt hjá þér Dísa, hin fyrirhugaða tvöföldun, nær líklega bara að Selfossi og hefði þá ekki náð til þess staðar, þar sem slysið átti sér stað.  Það breytir hins vegar ekki þeirri skoðun minni og ég er fyrst og fremst að benda á, að slys af þessu tagi myndu ekki eiga sér stað með tvöföldun eins og á Reykjanesbraut, þar sem vegurinn er aðskilinn með tveimur akreinum í hvora átt.  Ekki skilja mig þannig að ég sé að ásaka einn eða neinn, heldur einungis að benda á að laga megi hlutina, með það að markmiði að fækka umferðarslysum.

Egill Rúnar Sigurðsson, 2.6.2007 kl. 19:51

7 identicon

afhverju er ekki bara löngu búið að tvöfalda þennann helvítis veg... nó af fólki búið að deyja núna þarna!! hugsiði ykkur að það þurfti 5 ára stelpa að deyja þarna í desember og enn eru bara hugmyndir um að tvöfalda þennann veg þetta er ekkert nema slysagildra...

Þóra (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 02:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband