Björnsarmurinn er sökudólgurinn!

Ég held að Sjálfstæðismenn sem styðja Vilhjálm (Geirsarmurinn) ættu að fara að beina reiði sinni að réttum aðilum, það er svokölluðum Björnsarmi (kenndum við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra).  Það voru þeir sem að snerust gegn Vilhjálmi sem leiddi á endanum til þess að meirihlutinn féll, sem fáir gráta reyndar að ég held.  Gísli Marteinn og félagar í Björnsarmi gráta krókódílatárum!  Kannski þó einkum þessum sem myndin er af!


mbl.is Vilhjálmur borgarstjóri og Björn Ingi féllust í faðma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Egill, trúir þú þessu sjálfur?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 12.10.2007 kl. 23:16

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Já, Gísli ég geri það, ég sé ekki betur en staðreyndirnar blasi nánast við.  Það sem ég skil hins vegar ekki er að Geir Haarde, sem ég hef mikið álit á, hafi tekið á móti Gísla Marteini og félögum og rætt málin án Vilhjálms.  Hann hlítur að hafa álitið stöðu Björnsarmsins of sterka í þessu máli.

Egill Rúnar Sigurðsson, 13.10.2007 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband