Hrun frjálshyggjunar og pólitískar afleiðingar þess.

Fyrst hrundi kommúnisminn og nú hrynur frjálshyggjan.  Afleiðingar af hruni komúnismans urðu í meginatriðum þær að pólitíkin færðist öll til hægri.  Ef við ímyndum okkur pólitískann ás, þar sem stjórnmálaflokkum er raðað á ásinn frá vinstri til hægri, þá má segja að stór hluti af vinstri ásnum hafi verið "klipptur af".  Það sama mun gerast nú að mínu mati, en bara með öfugum formerkjum.  Hluti af hægri ásnum "klippist af", þannig að pólitíkin mun öll færast til vinstri.

En auðvitað er hin stóri sannleikur sá að öfgastefnur jafnt til hægri og vinstri hafa nú hrunið og sú stefna sem stendur upp sem sigurvegari, eða öllu heldur það þjóðfélagsskipulag sem heldur veli og hefur reynst best, er þjóðskipulag það sem evrópskir jafnaðarmenn hafa skapað.  Sósíaldemókratisminn er sú stjórnmálastefna, sem stendur uppi sem sigurvegari!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þetta mun væntanlega vera ástæða þess að Evrópa er að standa "hrun frjálshyggjunnar" betur af sér en Bandaríkin. Nei, bíddu...

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband