Fagnaðarefni, en hvað gera sjálfstæðismenn í janúar?!

Góður meirihluti fylgismanna ESB er auðvitað fagnaðarefni.  Það vekur hins vegar athygli mína að samkvæmt þessari könnun eru ekki nema 24% fylgjandi en 54% andvígir!  Ég held að því miður munum við ekki ganga í sambandið nema Sjálfstæðisflokkurinn sé fylgjandi. 

En hvað landsfund Sjálfstæðisflokksins varðar, þá geri ég fastlega ráð fyrir því að flokkurinn klofni í kjölfarið, á hvorn veginn sem fer.  Hvort sem flokkurinn verður fylgjandi umsókn eða ekki.  Held þeir verði þó í verri málum efa þeir ákveða að breyta stefnunni ekki, þrátt fyrir þessar tölur.  Þá yrðu kosningar í kjölfarið og atvinnurekendurnir í flokknum munu ekki una þeirri niðurstöðu og flokkurinn myndi örugglega klofna.  Svo er sSpurning hvort Davíðsarmurinn færi ekki fram sér ef Evrópuaðild verður samþykkt!


mbl.is Meirihluti styður ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Það er greinlegt að fólk skilur ekki að 60% af tekjum þóðarinnar er fiskur og því lifum við og eftir að ESB fer að úthluta veiðiheimildum við ísland verður það  ekki okkar hagsmunir sem ráða ferðinni vegn þess að þeir eru aðeins 0.06%

Ég mæli með því að fólk skoði myndina Hard rock and water en þar er Ísland borið saman við Nýfundnaland sem missti sjálfstæði eftir kreppu en þar 30%,atvinnuleysi í landi sem er mjög ríkt af auðlindum

Hérna er fróðlegt viðtal við Höfundinn að myndinni

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 20.11.2008 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband