Minn flokkur mun fara yfir 30%!
Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.5.2007 | 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Framsóknarflokkurinn nær þessu fylgi eða meiru í komandi kosningum. Hér er mjög líklega um að ræða skekkju í úrtaki. Í dag kom einnig stór könnun frá Félagsvísindastofnun sem sýndi Framsóknarflokkinn aðeins með rúm 8%, sem er í samræmi við það sem fyrri kannanir hafa verið að sýna. Að vísu er það þekkt að Framsókn fái meira fylgi í kosningum en í skoðanakönnunum, en ég neita einfaldlega að trúa því að það gerist eina ferðina en, a.m.k. ekki í jafn ríkum mæli og áður. Flokkar geta ekki endalaust farið í sauðagæru fyrir kosningar og kastað henni af sér eftir kosningar, nú er nóg komið!
Fylgi Framsóknarflokksins tekur stökk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.5.2007 | 22:56 (breytt kl. 23:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi könnun er alveg í takt við það sem ég taldi að hlyti að gerast og fjallaði um í síðustu bloggfærslu, þ.e. að Sjálfstæðisflokkurinn myndi dala, vegna hættu á sömu ríkisstjórn áfram! En ríkisstjórnin er fallin skv. þessarri könnun, sem er mjög ánægjulegt.
Sem Samfylkingarmaður er ég auðvitað hæstánægður með þróun mála og spái því að við munum fara mjög langt með að ná kosningafylginu frá síðustu kosningum, ég spái okkur 28-30% fylgi og ef heilladísirnar verða allar með okkur gætum við jafnvel skiðið yfir 30%!
Fylgi Samfylkingar og Framsóknarflokks eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 8.5.2007 | 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi könnun staðfestir það sem ég hef fundið fyrir og haldið fram að hlyti að gerast, þ.e. að Samfylkingin myndi auka fylgi sitt. Það er ljóst að Samfylkingunni er að takast að "endurheimta" kvennafylgið frá VG (skv. könnunum) og nú er bara að hífa upp karlafylgið. Kosningabarátta flokksins hefur verið mjög skynsamleg, öll á jákvæðu nótunum. Afrakstur mikillar stefnumótunarvinnu er að koma í ljós.
Framsóknamenn hljóta hins vegar að vera að fara á taugum! Ef þetta verða úrslit kosninganna væri það meiriháttar áfall fyrir flokkinn. Örvænting þeirra nú, birtist m.a. í því að reyna að höfða til þeirra sem vilja að Sjálfstæðisflokkurinn haldi áfram að starfa með Framsóknarflokknum, með því að "hóta" því að þeir munu ekki fara í stjórn ef þeir fá jafn lítið fylgi og skoðanakannanir eru að sína. Þeir létu það nú ekki aftra sér frá því að leiða Sjálstæðisflokkinn til valda í Borginni á ný að fá rúm 5% og merja inn einn mann, því skyldu þeir þá gera það nú? Hins vegar væri það auðvitað mjög óskynsamlegt af þeim að fara í stjórn með 10% fylgi eða minna, en skynsemin hefur nú ekki verið að þvælast mikið fyrir þeim fram að þessu!
Kjarni málsins, að mínu mati, er sá að sú hætta er yfirvofandi að þetta þreytta samstarf helmingarskiptana haldi áfram í fjögur ár í viðbót. Hátt í 70% kjósenda vilja hins vegar breytingar skv. skoðanakönnunum. Því held ég þegar að fólki er orðin þessi hætta ljós, muni fylgi Sjálfstæðisflokksins dala jafnt og þétt fram á kjördag. Það er engin ástæða til annars en að ætla að ríkisstjórnin haldi áfram eftir kosningar fái hún til þess meirihluta. Framsókn hleypur endalaust upp í fangið á íhaldinu og ég sé engin merki um að Sjálfstæðismenn ætli að sparka maddömunni!
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 8.5.2007 | 01:09 (breytt kl. 01:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vonandi batnar Ólafi forseta, sem fyrst. Ekki vildi ég að þau Geir Haarde og Sólveig Pétursdóttir ákvæðu það hvaða flokkur fær umboð til stjórnarmyndunar eftir kosningar! En sú yrði raunin skv. stjórnarskrá, ef forsetinn væri veikur og gæti ekki sinnt skyldum sínum.
Forsetinn við góða heilsu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.5.2007 | 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mál þetta er allt hið einkennilegasta og lyktar sannarlega af spillingu. Samkvæmt gögnum sem Kastljósið hefur undir höndum, liðu 10 dagar, frá því að stúlkan umrædda, lagði inn umsókn um ríkissborgararétt og þar til hún hafði fengið hann. En samkvæmt vinnureglum Dómsmálaráðuneytisins á þetta ferli að taka 5-6 mánuði! Hvernig eiga menn að geta annað en talið þetta óeðlilega málsmeðferð.
Bjarni Benidiktsson, formaður Alsherjanefndar var í viðtali við Jóhönnu Vilhjálmsdóttur í Kastljósinu um þetta mál og átti greinileg í vök að verjast, en hann reyndi eftir fremsta megni að réttlæta málsmeðferðina, en var að mínu mati ekki sannfærandi. Jóhanna stóð sig ágætlega í að spyrja hann en ég hafði það þó á tilfinnungunni að þetta væri henni ekki auðvelt, en kannski er það bara ímyndun í mér.
Ég vill þó ekki ganga svo langt að segja að Bjarni Ben, Guðjón Ólafur og Guðrún Ögmundsdóttir hafi vitað um tengsl Jónínu Bjartmars Umhverfisráðherra, eins og Sigurjón Þórðarson alþingismaður Frjálslyndra hefur gert. Það veit ég vitaskuld ekki og dettur ekki í hug að gefa mér það fyrirfram að alþingismenn segi ósatt. Hitt er þó alveg ljóst að málið er vont, hvernig sem á það er litið og lyktar, eins og áður segir af spillingu.
Umsóknir um ríkisborgararétt afgreiddar ágreiningslaust innan allsherjarnefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 3.5.2007 | 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Frábær og verðskuldaður sigur minna manna á Chelsea, eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni! Ég var gjörsamlega að fara úr "límingunum af spenningi orðinn sveittur og hás! Þvílík gleði, þvílíkur léttir!
Liverpool mætir að öllum líkindum Man. United í úrslitaleiknum, sem verður án efa mikil skemmtun. Viðureingnir þeirra eru ávallt spennandi og skemmtilegar. Ég ítreka þá spá mína að Liverpool endurtaki leikinn frá 2005 og verði Evrópumeistarar! Rauður sigur þar og vonandi einnig í stjórnmálunum 12. maí!
Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 1.5.2007 | 21:55 (breytt kl. 23:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég vil óska verkafólki og launþegum öllum til hamingju með daginn. Verkalýðhreyfingin hér á landi sem annarsstaðar hefur svo sannarlega þurft að berjast fyrir auknum réttindum sér til handa. Þeirri baráttu líkur í raun aldrei, hún breytist. Í dag er einna mikilvægast að berjast gegn fátækt. Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt að í okkar annars ríka samfélagi skuli mörg þúsund börn vera undir fátæktarmörkum og ekki geta ekki einu sinni farið til tannlæknis, vegna þess að foreldrarnir hafa ekki efni á því!
Mér finnst sem verkafólk eða venjulegt fólk og kjör þeirra gleymist því miður oft í hinni pólitísku umræðu. Stjórnmálaflokkarnir eru of uppteknir við að þræta um hagvaxtartölur, virkanir, umhverfismál, evrópumál o.s.frv., sem koma launþegum vissulega við, en ekki um raunverulegar lausnir fyrir venjulegt fólk, Jón og Gunnu. Annars er Samfylking á mjög góðri leið með sinni "lausnarpólití" þar lagt hefur verið í gífurlega mikið starf við að setja fram stefnu í hverjum málaflokki og á hún hrós skilið fyrir það. Samfylking er og á að vera öflugur málsvari verkafólks og launþega í þessu landi. Hér eins og í öðrum löndum þarf verkalýðshreyfingin á stórum og öflugum málsvara jafnaðarmanna að halda.
Stjórnmál og samfélag | 1.5.2007 | 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Efndir um lóðir eða kokgleyping kosningaloforða?
Sjálfstæðismenn eru að kokgleypa kosningaloforð sitt um ódýrar lóðir fyrir alla, með því að bjóða einbýlishúsalóðir á ellefu milljónir króna, segir oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Aldeilis ekki, segir formaður skipulagsnefndar, þetta er kostnaðarverð og framboðið verður nægt til að svara eftirspurn: 1500 íbúðir á ári hið minnsta.
Borgarstjórnarmeirihluti kynnti í gær áætlun um úthlutun lóða í borginni næstu árin. Úthlutað verður þrisvar á ári, samtals um 500 íbúðum í miðborginni og nágrenni. Að minnsta kosti eitt þúsund lóðum í nýjum hverfum. Hægt er að skoða hvaða svæði þetta eru og sækja um á vefnum.
Lóðirnar í nýju hverfunum verða á föstu verði, 11 milljónir króna fyrir einbýlishúsalóð, sjö og hálf milljón fyrir lóð undir raðhús eða parhús og fjórar og hálf milljón á hverja íbúð í fjölbýli.
Í febrúar 2005 sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, núverandi borgarstjóri að uppboðsleið Reykjavíkurlistans hefði sprengt upp lóðaverð, sem sæist best á því að verð á íbúð í fjölbýli væri 2,7 milljónir króna, á meðan gatnagerðargjöldin væru 500.000 og einbýlishúsalóðirnar hefðu farið á 6,3 milljónir meðan gatnagerðargjöldin væru 3,1 milljón.
Fyrir borgarstjórnarkosningarnar í fyrra sagði Vilhjálmur að fyrsta verk sjálfstæðismanna í borgarstjórn yrði að tryggja nægt lóðaframboð og lækka söluverð lóða til samræmis við kostnað borgarinnar við gerð nýrra byggingarsvæða.
Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður Skipulagsráðs segir þetta vera kostnaðarverð. Verðið sé lægra en í nágrannasveitarfélögunum og endurspegli kostnaðinn við að byggja upp nýtt hverfi.
Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn segir að sjálfstæðismenn séu með þessu að kokgleypa kosningaloforð um ódýrar lóðir fyrir alla. Þeir skuldi kjósendum skýringar.""
Athyglisvert að Morgunblaðið hafi ekki minnst á þetta, hmm.! Sjálfstæðismenn eru gjörsamlega búnir að "skíta upp á bak" með þessum verkum sínum. Ég er sannfærður um það að fjöldi fólks kaus Sjálfstæðisflokkinn mikið til út af lóðarmálum og loforðum þeirra um lægra lóðarverð. En nú eru allt í einu 11 milljónir fyrir einbýlishúsalóð orðið að kostnaðarverði lóðarinnar! Verð sem Vilhjálmur og félagar höfðu áður sagt að væri óheyrilegt og með öllu óásættanlegt! Það þarf ekki frekari vitnana við!
Stjórnmál og samfélag | 1.5.2007 | 01:12 (breytt kl. 01:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja, þá er ég loksins mættur til leiks á ný! Hef því miður ekkert getað bloggað þessa vikuna þar sem ég var upptekinn við meiraprófskennslu á Ólafsvík. Hafði hins vegar gaman af því að ræða við nemendur mína á nesinu um pólitík. Passaði mig þó á því að "þröngva" ekki mínum pólitísku skoðunum upp á þá, þykir það ekki við hæfi að kennari geri slíkt. Hlustaði meira á hvað þeir höfðu að segja og því miður eru fylgismenn Sjálfstæðisflokksins allt of margir á nesinu!
Það sem maður heyrir oft frá fylgismönnum ríkisstjórnarinnar er að allir hafi það svo gott, kaupmáttaraukningin hafi verið svo mikil o.s.frv. og því sé ástæðulaust að skipta um stjórn. Jú, jú, það er að vísu ekki hægt að neita þeirri staðreynd að kaupmáttaraukning hefur aukist heilmikið að meðaltali, en það að allir hafi það svo gott er einfaldlega rangt. Tölur sína að kaupmáttaraukning þeirra tekjuhæstu hefur aukist mun meira en hinna tekjulægstu. Þetta er hægri stefnan í hnotskurn, fyrst og fremst hugsað um þá sem meira mega sín og hinir tekjulægri ásamt öldruðum og öryrkjum eru látnir mæta afgangi.
Mér dettur ekki í hug að gera lítið úr því að kaupmáttaraukningin hafi aukist, en hins vegar er á það að líta að oft í sögunni hefur kaupmáttaraukning aukist í líkingu við það sem nú hefur gerst og meira en gerst hefur í tíð núverandi ríkisstjórnar. En pólitík snýst ekki eingöngu um kaupmáttaraukningu. Það er á fleira að líta, eins og vaxandi ójöfnuð, hnignun velferðarkerfisins á uppgangstíma, óstöðugleika í efnahagsmálum, vaxandi verðbólgu, hæsta verðlag í heimi og ólíðandi vaxtamun svo eitthvað sé nefnt. Núverandi ríkisstjórn er t.a.m. í algjöri afneitun á það að hér sé óstöðugleiki í efnahagsmálum og það þótt Seðlabanki Íslands með Davíð Oddsson í fararbroddi hafi líst því yfir að helsta verkefni næstu ríkisstjórnar sé að endurheimta stöðugleikann í íslensku efnahagslífi! Nei kæru vinir nú er mál að linni. Nú er röðin komin að því að frjálslynd og lýðræðisleg jafnaðarstefna taki við af sérhagsmunargæslu hægri manna.
Stjórnmál og samfélag | 30.4.2007 | 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Liðið mitt
Liverpool
Stjórnmál
- Egill Helgason
- Stefán Jón Hafstein
- Helgi Hjörvar
- Björgvin G. Sigurðsson
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Silfur Egils
- Össur Skarphéðinsson
- Ungir jafnaðarmenn
- Samfylkingin
Alþingi og ríkisstofnanir
Fjölmiðlar
Visir.is
Bloggvinir
- Dofri Hermannsson
- Magnús Már Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Gunnar Björnsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Jón Sigurgeirsson
- Sveinn Arnarsson
- TómasHa
- Árni Þór Sigurðsson
- Tómas Þóroddsson
- Óttarr Makuch
- Nýkratar
- Ómar Ragnarsson
- Lára Stefánsdóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Hlynur Halldórsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Óskar Leví Gíslason
- Alma Joensen
- Guðfinnur Sveinsson
- Agnar Freyr Helgason
- Stefán Þórsson
- Killer Joe
- Haukur Nikulásson
- Snorri Bergz
- Jón Steinar Ragnarsson
- Ársæll Níelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Hreinn Hreinsson
- Stjórnmál
- íd
- Jón Þór Ólafsson
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Bleika Eldingin
- Egill Jóhannsson
- Hrólfur Guðmundsson
- Ellý Ármannsdóttir
- Hákon Baldur Hafsteinsson
- Vefritid
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- perla voff voff
- gudni.is
- Jón Halldór Guðmundsson
- Alfreð Símonarson
- Guðjón Baldursson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Óskar Þorkelsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Fannar frá Rifi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Kjartan Jónsson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar