Kristrún Heimisdóttir ráðin aðstoðarmaður utanríkisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.5.2007 | 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mjög ánægður með málefnasamning Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar! Sumir hafa veriða að tala um að hlutur Samfylkingarinnar sé rýr og að hún hafi þurft að gefa allt of mikið eftir o.s.frv. Þessu er ég algerlega ósammála! Uppskera flokksins er að mínu viti mjög góð! Flokkurinn fær í raun þau ráðuneyti sem hafa með að gera þau mál sem brenna hvað heitast á fólki og Samfylkingin lagði höfuðáherslu á í kosningabáráttunni, s.s. velferðarmál, iðnaðar og umverfismál og samgöngumál svo eitthvað sé nefnt. Við Samfylkingarfólk getum ekki annað en verið sátt við niðurstöðuna.
Vonast til að ný stjórn leiði erfið deilumál til lykta" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 24.5.2007 | 01:10 (breytt kl. 01:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja, þá er þetta klárt. Ráðherrar Samfylkingarinnar verða þessir:
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Utanríkisráðherra
Björgvin G. Sigurðsson Viðskiptaráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir Félags og tryggingarmálaráðherra
Össur Skarphéðinsson Iðnaðar og byggðarmálaráðherra
Þórun Sveinbjarnardóttir Umhverfisráðherra
Kristján Möller Samgöngumálaráðherra
Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins verða þessir:
Geir Hilmar Haarde Forsætisráðherra
Björn Bjarnason Dóms og kirkjumálaráðherra
Árni M. Mathiesen Fjármálaráðherra
Þorgerður Kartín Gunnarsdóttir Menntamálaráðherra
Einar K. Guðfinnsson Sávarútvegs og Landbúnaðarráherra
Guðlaugur Þór Þórðarson Heilbrigðisráðherra
Allmennt séð líst mér vel á stjórnina. Ég bjóst þó við meir breytingum hjá Sjálfstæðisflokknum en þeir um það. Guðlaugur Þór Þórðarson kemur að vísu nýr inn og Sturla dettur út og ég get ekki annað en verið sáttur við þau skipti. Ég hef ekki verið í aðdáendahópi Sturlu og er einkar sáttur við að minn flokkur fái Samgönguráðuneytið.
Ég hefði reyndar frekar kosið að Ingibjörg Sólrún færi í annað ráðuneyti en utanríkisráðuneytið, þar sem það kallar á mikil ferðalög erlendis og gæti bitnað á flokksstarfinu, efast hins vegar ekki um að hún mun standa sig með miklum sóma í því embætti. Þá er ég mjög ánægður með að sjá Jóhönnu Sigurðardóttur aftur í félagsmálaráðuneytinu og mikilvægt að Samfylkingin skuli hafa það á sinni hendi svo hefja megi stórsókn í velferðarmálum. Össur Skarphéðinsson er hamhleypa og mun án efa gera margt gott á sviði iðnaðar, byggða - og ferðamála. Þá er ég mjög ánægður með að sjá Björgvin G. Sigurðsson í ráðherrastól, hann er að mínu viti framtíðarforystumaður Samfylkingarinnar. Sömuleiðis hef ég mikla trú á því að Kristján Möller muni standa sig vel í Samgönguráðuneytinu. Þórunn er einnig mjög öflug, líst vel hana.
Nú býður maður spenntur eftir að sjá málefnasamninginn, en það sem ég hef heyrt líst mér mjög vel á. Loksins get ég stutt ríkisstjórn, það hef ég ekki gert síðan 1991, þegar ég studdi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem ég varð síðan fráhverfur undir lokin af ástæðum sem ég fer ekki út í hér. Vona svo sannarlega að sú verði ekki raunin nú.
Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.5.2007 | 00:38 (breytt kl. 02:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég bíð spenntur eftir því að sjá málefnasamning "Þingvallarstjórnarinnar". Ég er nokkuð viss um það að Samfylkingin mun ná fram einhverju af hennar áherslum, sértaklega hvað varðar Unga Ísland og bættan hag aldraðra. Þá er ég að vonast eftir því að ákveðin sátt náist í umhverfismálum. Unnin verði rammaáætlun um nattúruvernd þar sem fram kemur hvaða náttúruauðlindum skuli ekki fórnað. ´
Þá vonast ég til að lögin um eftirlaun þingmanna og ráðherra verði endurskoðuð. Þá verður spennandi að sjá hver stefnan í evrópumálunum verður. Vonandi mun ríkisstjórnin einnig hreyfa við landbúnaðar og sjávarútvegsstefnunni. En eitt höfuð málið hlítur að vera að koma á efnahagslegum stöðugleika á ný, draga úr þennslu, minnka verðbólgu og lækka vexti.
Fundað um stjórnarmyndun á Þingvöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.5.2007 | 23:46 (breytt kl. 23:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Samfylkingin er á leið í ríkisstjórn í fyrsta sinn frá stofnun flokksins. Óska Geir Hilmari Haarde til hamingju með þá skynsamlegu ákvörðun að taka upp stjórnarmyndunarviðræður við Samfylkinguna. Þessi ríkisstjórn, sem ég vona svo sannarlega að verði að veruleika, hefur alla burði til að verða góð ríkisstjórn. Vona að hún verði ríkisstjórn breytinga.
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjast væntanlega á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 17.5.2007 | 20:11 (breytt kl. 20:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ekki hægt að túlka niðurstöðu kosninganna öðruvísi en svo að þjóðin hafi viljað Framsóknarflokkinn út úr ríkisstjórn. Flokkurinn beið sinn versta ósigur í sögu flokksins og hlaut enga þingmenn í Höfuðborginni. Meira að segja formaður flokksins náði ekki kjöri! Ef flokkurinn ætlar síðan að halda áfram í ríkisstjórn eftir þetta skelfilega afhroð, þá er það bæði siðlaus og óklókt af þeim. Þjóðin mun ekki sætta sig við það og Framsóknarflokkurinn mun þá líklega þurkast alveg út af þingi í næstu kosningum.
Það væri einnig mjög óklókt af Sjálfstæðisflokknum, sem vann ágætan sigur í kosningunum, að halda áfram með þessum flokki. Óvinsældir Framsóknarflokksins munu á endanum draga Sjálfstæðisflokkinn niður í fylgi. Þá er eins þingsæta meirihluti víðsjárverður að þurfa t.a.m. að treysta á fólk eins og Árna Johnsen, Bjarna Harðarson og Sif Friðleifsdóttir, svo einhverjir séu nefndir.
Ef ríkisstjórnin heldur áfram mun það að vísu einnig hafa jákvæðar afleiðingar. Samfylkingin mun vinna stórsigur í næstu kosningum og fá yfir 40% atkvæða og standa uppi með pálmann í höndunum! En mikið rosalega verða þá næstu fjögur ár leiðinleg, með þessa ömurlegu ríkisstjórn við völd, ríkisstjórn sem eingöngu er mynduð utan um völd, ekki málefni.
Ingibjörg Sólrún: Ríkisstjórnin of veik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.5.2007 | 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Því miður hélt ríkisstjórnin velli þrátt fyrir það að hafa fengið færri atkvæði en stjórnarandstöðuflokkarnir, en svona er kosningakerfið okkar. Ef landið væri eitt kjördæmi hefði ríkisstjórnin fallið! Hins vegar hef ég enga trú á að stjórnin haldi áfram. Framsóknarflokkurinn beið afhroð og náði ekki einu sinni formanninum á þing og ef að þeir ætla að standa við orð sín er ljóst að þeir verða utan stjórnar.
Besta mögulega niðurstaðan miðað við kosningaúrslitin væri samstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks. Slík stjórn gæti orðið farsæl og til heilla fyrir þjóðina.
Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 13.5.2007 | 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hún er lífseig mítan um að allt fari í bál og brand ef mynduð verður vinstri stjórn hér á landi. Sjálfstæðisflokkurinn og öfl í kringum hann hafa verið dugleg við að stunda þennan hræðsluáróður um vinstri stjórnir, að engin geti stjórnað nema þeir.
Sannleikurinn er hins vegar sá að síðasta vinstri stjórn, sem hér var við völd, ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, sem sat frá 1988-1991 var góð stjórn. Hún náði niður verðbólgunni, sem öll pólitík snerist um í marga áratugi þar á undan. Þá lagði hún drög að og undirbjó aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), sem Jón Baldvin kláraði svo í næstu ríkisstjórn að vísu með Sjálfstæðisflokknum, sem hafði þó verið á móti EES samningunum í upphafi! Það var fyrst eftir inngöngu okkar í EES sem hlutirnir fóru að gerast og gríðarleg tækifæri sköpuðust, sem lögðu grunninn að hagsæld okkar og velmegun. Það getur enginn sagt um þessa stjórn að hún hafi komið öllu í bál og brand eða verið slæm stjórn án þess að vera með óbragð í munni!!
Ráðherrarnir í öðru ráðuneyti Steingríms Hermannssonar voru þessir:
- Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og ráðherra Hagstofu Íslands
- Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra
- Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra og viðskiptaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna
- Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra
- Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra
- Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra
- Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra
- Svavar Gestsson, menntamálaráðherra
- Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráðherra og landbúnaðarráðherra
Stjórnmál og samfélag | 11.5.2007 | 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ljóst að af þeim stjórmálaflokkum sem í boði eru, er Samfylkingin lang "sætasta stelpan" á ballinu! En vill Sætasta stelpan á ballinu Geir Hilmar Haarde? Tíminn einn mun skera úr um það. Held hún sé þó fremur að vonast til að ganga í eina sæng með Vinsti grænum!
En að öllu gamni slepptu, þá er aftur komin upp sú staða að raunhæfur möguleiki er á því að hægt verði að mynda tveggja flokka vinstri stjórn, sem væri sögulegt og í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins, sem það gerðist. En það var einmitt ein höfuðástæðan fyrir stofnun Samfylkingarinnar, að vera raunverulegt mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn og koma í veg fyrir það að hann deildi og drottnaði í íslensku flokkakerfi og gæti valið sér einn af hinum flokkunum til samstarf eftir því hvernig vindarnir blésu. Ef Frjálslyndir ná t.d. ekki inn manni gætti það leitt til þess að Samfylking og VG fengju meirihluta þingmanna þó að þeir væru ekki með meirihluta atkvæða á bak við sig. Sama gæti hins vegar gerst með Sjálfstæðisflokk og Framsókn, bara spurning um hvor fylkingin verður stærri.
Ég er ánægðari en nokkru sinni fyrr með minn flokk, Samfylkinguna, finnst hún virkilega hafa fundið sína fjöl í eitt skipti fyrir öll, sem alþjóðlega sinnaður frjálslyndur og lýðræðislegur jafnaðarmannaflokkur að evrópskri fyrirmynd. Flokkur velferðarkefisins sem og viðskiptalífsins, flokkur neytenda, flokkur almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna, flokkur sem stundar lausnarpólitík fyrir hins almenna kjósenda og þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Þá er formaðurinn okkar virkilega að sýna sinn styrk og er virkilega að glansa í kosningabaráttunni.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á nú raunhæfan möguleika á því að verða fyrsti kvennforsætisráðherra okkar íslendinga, ég efaðist aldrei um að það! Það er ljóst að ég og fleiri gerðum rétt með að kjósa hana sem formann Samfylkingarinnar! Afrakstur þessa er nú að koma í ljós og flokkurinn aftur kominn yfir 30%!
Samfylking og Framsóknarflokkur bæta við sig samkvæmt könnun Stöðvar 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.5.2007 | 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tók pólitiskt próf á www.xhvad.bifrost.is um hvaða flokk ég ætti að kjósa. Niðurstaðan kom ekki á óvart. Hefði þó haldið að Samfylkingin yrði hærri hjá mér í prósentum. Niðurstöður mínar voru þessar:
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 25%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 40%
Stuðningur við Samfylkinguna: 62.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 31.25%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 39%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 50%
Stjórnmál og samfélag | 10.5.2007 | 00:52 (breytt kl. 12:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Tenglar
Liðið mitt
Liverpool
Stjórnmál
- Egill Helgason
- Stefán Jón Hafstein
- Helgi Hjörvar
- Björgvin G. Sigurðsson
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Silfur Egils
- Össur Skarphéðinsson
- Ungir jafnaðarmenn
- Samfylkingin
Alþingi og ríkisstofnanir
Fjölmiðlar
Visir.is
Bloggvinir
- Dofri Hermannsson
- Magnús Már Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Gunnar Björnsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Jón Sigurgeirsson
- Sveinn Arnarsson
- TómasHa
- Árni Þór Sigurðsson
- Tómas Þóroddsson
- Óttarr Makuch
- Nýkratar
- Ómar Ragnarsson
- Lára Stefánsdóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Hlynur Halldórsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Óskar Leví Gíslason
- Alma Joensen
- Guðfinnur Sveinsson
- Agnar Freyr Helgason
- Stefán Þórsson
- Killer Joe
- Haukur Nikulásson
- Snorri Bergz
- Jón Steinar Ragnarsson
- Ársæll Níelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Hreinn Hreinsson
- Stjórnmál
- íd
- Jón Þór Ólafsson
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Bleika Eldingin
- Egill Jóhannsson
- Hrólfur Guðmundsson
- Ellý Ármannsdóttir
- Hákon Baldur Hafsteinsson
- Vefritid
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- perla voff voff
- gudni.is
- Jón Halldór Guðmundsson
- Alfreð Símonarson
- Guðjón Baldursson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Óskar Þorkelsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Fannar frá Rifi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Kjartan Jónsson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1089
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar