Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Held að spilling sé töluverð á Íslandi.

Ísland var a.m.k eitt spilltasta ríki í Evrópu og var þar í flokki með löndum eins og Ítalíu.  Á þriðja og fjórða áratugnum val fyrirgreiðslupólitík í hámarki hér, þar sem tengsl stjórnmála og samfélags voru gríðarlega mikil og stjórnmálin gegnsýrðu í rauninni allt samfélagið.  Í Reykavík var til að mynda til eitt öflugasta fyrirgreiðslukerfi landsins fyrir atbeina Sjálfstæðisflokksins sem að réð lögum og lofum og hélt einn völdum nær óslitið frá stofnun flokksins 1929 og til ársins 1994 fyrir utan eitt kjörtimabil 1978-1982.  Þarna var til gífurlega öflugt valdakerfi flokksins þar sem skilin á milli stjórnsýslu Reykavíkurborgar og skipulag flokksins voru mjög óljós.  Ég skrifaði einmitt BA ritgerð um þetta efni sem ber heitið:  Valdakerfi Reykjavíkurborgar - Valdakerfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 1930-1994.  Ég ætla þó ekki að fara nánar út í efni hennar hér og nú.

Vissulega hefur spillingin minnkað mikið síðan en ég held að talsverð spilling sé enn til staðar, hún er bara vel eða betur falin en áður.  Stöðuveitingar, lóðaúthlutanir, og framkvæmdir á vegum hins opinbera, svo eitthvað sé nefn, fara enn að einhverju leiti fram á vegum stjórnmálaflokkana að ég tel.  Ég myndi gjarnan vilja vita hvernig þessi könnun  er unnin, því ég dreg niðurstöður hennar í efa, en gott er ef satt er!

svo
mbl.is Lítil spilling á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarið er tíminn...

fyrir allt annað en blogg!

 

Eins og sést hef ég ekki bloggað síðan 7. júlí sl. enda hef ég komist að því að sumarið er tími fyrir allt annað en blogg!  Á sumrin vill maður eyða frístundum með fjölskyldunni, fara út að hjóla, í sund, ferðarlög o.s.frv. 

Ég er reyndar ekki búinn að fá ýkja mikið frí þetta árið.  Náði þó að fara til Vestmannaeyja, og vikuferð til Krítar og stundum að njóta góða veðursins með litla stráknum mínum.  Sumarið hefur  nátttúrulega verið alveg með eindæmum gott.

Þá hefur pólitíkin að sjálfsögðu verið róleg og lítið að gerast í henni.  Maður styður að sjálfsögðu hina nýju ríkisstjórn og er fullur eftirvæntingar um frammistöðu hennar.  Ég hef trú á því að þessi ríkisstjórn eigi eftir að reynast okkur vel, en tíminn einn mun auðvitað leiða það í ljós 


Fylgismenn stjórnarandstöðunnar væntanlega ekki sáttir.

Ríkisstjórnin utan við Bessastaði.Ég hefði reyndar búist við að fleiri væru sáttir við ráðherravalið, sértaklega hjá mínum flokki, Samfylkingunni, þar sem ánægan var að vísu ívið meiri en með ráðherraval Sjálfstæðisflokksins.  Hins vegar finnst mér það nánast gefa auga leið að þeir sem ekki styðja ríkisstjórninna, sem að vísu eru ekki margir eða um 30%, séu ekki ánægðir með ráðherravalið. 

Held þó að mínir menn megi þó nokkuð vel við una þrátt fyrir allt, þar sem 80% fylgismanna flokksins segjast sáttir við ráðherravalið, auðvitað er alltaf einhver ósáttur. 


mbl.is Innan við helmingur landsmanna sáttur við ráðherraval
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott val hjá Jóhönnu!

Hrannar Björn Arnarsson.Ánægður með að Jóhanna skildi ráða Hrannar Björn, sem aðstoðarmann sinn.  Hvort að hún hafi ráðið konu eða ekki finnst mér ekki skipta nokkru máli, hún hefur væntanlega ráðið hæfasta einstaklinginn í starfið.

Ég hef trú á Hrannari, hann var jú nokkurskonar "guðfaðir" R-lista samstarfsins í Reykjavík og hefur að mínu viti sýnt að hann hafi öflugt pólitískt nef.  Held að hann komi til með að standa sig mjög vel í þessu starfi.


mbl.is Hrannar Björn aðstoðarmaður Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hissa á Agli og 365. Silfrið á RÚV.

Ég er mikill aðdáandi nafna míns og Silfursins, tel hann vera einn af fremstu stjórnmálaskýrendum á landinu.  Fyrstu viðbrögð mín við þeim fréttum að hann ætlaði að færa sig um set yfir á RÚV voru undrun, hélt satt að segja að hann væri í góðum málum hjá 365.  En það kann að vera að hann sjái einhver frekari sóknartækifæri hjá RÚV.  Almennt finnst mér að menn eigi að fá að vinna þar sem þeir sjálfir kjósa og því er ég hissa á þessum látum í stjórn 365, finndist eðlilegast að þér létu hann bara fara í friði.  En allt snýst þetta væntanlega um krónur og aura, 365 vilja hugsanlega fá eitthvað í sinn hlut af hendi RÚV.


mbl.is 365 miðlar hóta Agli lögbanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðilegt slys. Tvöföldun hefði komið í veg fyrir þetta.

Sorlegar fréttir og enn frekar þegar ungt fólk og kornabarn eiga í hlut.  Ég vona svo innilega að þau nái sér eftir þetta hræðilega slys.  Ég hef verið eindreginn talsmaður tvöföldunar Suðurlandsvegar eins og svo margir aðrir og tel það augljóst að t.a.m. í þessu tilviki hefði það komið í veg fyrir slys af þessu tagi.  Þá eru mörg dæmi um banaslys sem orðið hafa á þessum vegi, sem hefðu líklega ekki orðið ef vegurinn væri tvöfaldaður.  Ég treysti því að unnið verði hratt og vel í því að ráða bót á.

mbl.is Alvarlega slösuð á gjörgæsludeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjóst við þessu, hefði þó haldið að VG myndi tapa meira fylgi.

Algjörlega í takt við það sem ég bjóst við, fyrir utan það að VG missir ekki jafn mikið fylgi og ég hefði talið.  Ég þekki margt fólk sem átti erfitt með að gera það upp við sig hvort það ætti að kjósa Samfylkinguna eða VG og hvort sem það gerði, er það sátt við ríkisstjórnina.  Þar fyrir utan hélt VG mjög illa á málum, í raun fyrir og eftir kosningar hvað varðaði hugsanlegt samstarf við Framsóknarflokkinn, þannig að þeir geta engum um kennt nema sjálfum sér að hér var ekki mynduð vinstristjórn, sem er meintur vilji þeirra (leyfi mér þó að draga þann vilja í efa).
 
Þá er ánægjulegt að sjá mikinn stuðning við hina nýju ríkisstjórn, sem kemur heldur ekki á óvart, hefði þó fyrirfram talið að enn fleiri myndu lýsa yfir ánægju með hana en það gera  rúm 60% (hefði haldið að rúm 70% myndu vera þeirrrar skoðunar).  Einungis 17% landsmanna líst illa á ríkisstjórnina, sem staðfestir þann meðbyr sem hún fær, 23% líst hvorki vel né illa á stjórnina.
 
 

mbl.is Ríkisstjórnarflokkar bæta við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög skynsamlegt!

Ég hef mikið álit á Kristrúnu og tel að hún sé ein af framtíðarforystumönnum Samfylkingarinnar.  Óska því Ingibjörgu Sólrúnu og landsmönnum öllum til hamingju!
mbl.is Kristrún Heimisdóttir ráðin aðstoðarmaður utanríkisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppskera Samfylkingarinnar er mjög góð!

Mjög ánægður með málefnasamning Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar!  Sumir hafa veriða að tala um að hlutur Samfylkingarinnar sé rýr og að hún hafi þurft að gefa allt of mikið eftir o.s.frv.  Þessu er ég algerlega ósammála!  Uppskera flokksins er að mínu viti mjög góð!  Flokkurinn fær í raun þau ráðuneyti sem hafa með að gera þau mál sem brenna hvað heitast á fólki og Samfylkingin lagði höfuðáherslu á í kosningabáráttunni, s.s. velferðarmál, iðnaðar og umverfismál og samgöngumál svo eitthvað sé nefnt.  Við Samfylkingarfólk getum ekki annað en verið sátt við niðurstöðuna.


mbl.is „Vonast til að ný stjórn leiði erfið deilumál til lykta"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherralistinn klár! Líst vel á útkomuna, einkum hjá Samfylkingunni.

StjórninJæja, þá er þetta klárt.  Ráðherrar Samfylkingarinnar verða þessir:

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Utanríkisráðherra

Björgvin G. Sigurðsson Viðskiptaráðherra

Jóhanna Sigurðardóttir Félags og tryggingarmálaráðherra

Össur Skarphéðinsson Iðnaðar og byggðarmálaráðherra

Þórun Sveinbjarnardóttir Umhverfisráðherra

Kristján Möller Samgöngumálaráðherra

 

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins verða þessir:

Geir Hilmar Haarde Forsætisráðherra

Björn Bjarnason Dóms og kirkjumálaráðherra

Árni M. Mathiesen Fjármálaráðherra

Þorgerður Kartín Gunnarsdóttir Menntamálaráðherra

Einar K. Guðfinnsson Sávarútvegs og Landbúnaðarráherra

Guðlaugur Þór Þórðarson  Heilbrigðisráðherra


Allmennt séð líst mér vel á stjórnina.  Ég bjóst þó við meir breytingum hjá Sjálfstæðisflokknum en þeir um það. Guðlaugur Þór Þórðarson kemur að vísu nýr inn og Sturla dettur út og ég get ekki annað en verið sáttur við þau skipti.  Ég hef ekki verið í aðdáendahópi Sturlu og er einkar sáttur við að minn flokkur fái Samgönguráðuneytið.


Ég hefði reyndar frekar kosið að Ingibjörg Sólrún færi í annað ráðuneyti en utanríkisráðuneytið, þar sem það kallar á mikil ferðalög erlendis og gæti bitnað á flokksstarfinu, efast hins vegar ekki um að hún mun  standa sig með miklum sóma í því embætti.  Þá er ég mjög ánægður með að sjá Jóhönnu Sigurðardóttur aftur í félagsmálaráðuneytinu og mikilvægt að Samfylkingin skuli hafa það á sinni hendi svo hefja megi stórsókn í velferðarmálum. Össur Skarphéðinsson er hamhleypa og mun án efa gera margt gott á sviði iðnaðar, byggða - og ferðamála.  Þá er ég mjög ánægður með að sjá Björgvin G. Sigurðsson í ráðherrastól, hann er að mínu viti framtíðarforystumaður Samfylkingarinnar.  Sömuleiðis hef ég mikla trú á því að Kristján Möller muni standa sig vel í Samgönguráðuneytinu.  Þórunn er einnig mjög öflug, líst vel hana.

Nú býður maður spenntur eftir að sjá málefnasamninginn, en það sem ég hef heyrt líst mér mjög vel á.  Loksins get ég stutt ríkisstjórn, það hef ég ekki gert síðan 1991, þegar ég studdi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem ég varð síðan fráhverfur undir lokin af ástæðum sem ég fer ekki út í hér.  Vona svo sannarlega að sú verði ekki raunin nú.

 


mbl.is Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband