Fínir samningar!

Ég er mjög ánægður með samningana og framlag ríkisstjórnarinnar til þeirra, einkum hækkun persónuafsláttar, leiðréttingu á vaxtabótakerfinu og hækkun á húsaleigu og barnabótum.  Auðvitað hefði maður viljað sjá meiri hækkanir, en þannig er það alltaf.  Ég tel að þetta séu bestu samningar fyrir láglaunafólk sem gerðir hafa verið í áratugi og óska þjóðinni til hamingju með það.
 
Þá er ekki hvað sísti ávinningurinn sá að friður á vinnumarkaði er tryggður a.m.k. næstu þrjú ár, þannig að grunnur hefur verið lagður að stöðugleika. 

mbl.is Taxtar hækka um 18.000 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst þér 130 þús. kr. útborguð laun góð laun og það reiknað með hækkun inn í? Skil ekki þá sem finnst þetta tímamótasamningar,,,,,,, endilega hækkið laun ykkar meir svo þeir sem eru á lægstu laununum situr enn í fátækragildrunni. Þú ættir að fá þér betri gleraugu. Þú segir að grunnur hafi verið lagður að stöðugleika? Jeminn eini, hvað fengu ráðherrar, alþingismenn og aðrir opinberir starfsmenn sem fá kjör sín eftir kjararnefnd mikla hækkun um áramót? Töluvert hærri en þessa samninga.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 11:35

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Sæl magga, nei vissulega eru 130 þúsund í útborguð laun ekki góð laun og það þarf að lagfæra. En það verður að gerast í áföngum, því miður. Tel að það hafi ekki verið hægt að ganga lengra í bili. Punkturinn minn var sá að þetta séu skástu samningar sem gerðir hafa verið lengi fyrir láglaunafólk. Það er líka rétt hjá þér að ráðherrar og alþingismenn hafa fengið betri kjarabætur en aðrið, sem aldrei er réttlætanlegt að mínu mati. En svona er þetta því miður Magga mín, svona gerast kaupin á eyrinni.

Egill Rúnar Sigurðsson, 18.2.2008 kl. 13:34

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ekki allrameinabót, en skrýtið að sjá ekkert jákvætt við þetta, eins og sumir tala.

Jón Halldór Guðmundsson, 18.2.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband